Ég áttaði mig á því nýlega að ég hef ekki tekið myndir í heilan mánuð. Veit ekki hvað veldur, en ákvað að bæta úr því, og skrapp skottúr í Lystigarðinn eldsnemma í morgun. Gat ekki verið lengi því ég átti eftir að borða morgunmat og fara í sturtu áður en ég færi í sjúkraþjálfun kl. 9.30. Í Lystigarðinum var líf og fjör. Bæði var verið að vinna að lokafrágangi nýja kaffihússins og eins var verið að slá gras og reita arfa úr beðum. Ég var ekki með stóru linsuna mína, svo það takmarkaði aðeins ljósmyndamöguleikana, en ég náði þessari hérna mynd og er bara nokkuð sátt við hana. Finnst hún vera lýsandi fyrir veðurblíðuna sem við höfum verið svo lánsöm að fá að njóta undanfarið.
P.S. Smellið á myndina ef þið viljið sjá hana stærri.
1 ummæli:
Fint bilde. :D
SV: Det er godt å høre at det ikke bare er jeg som har det sånn. Hva pleier du å gjøre når du har det slik? :)
Skrifa ummæli