sunnudagur, 11. maí 2008

Vinkonur

eru bara dásamlegt fyrirbæri.

Þegar ég var lítil (eða 1967 nánar tiltekið - held ég) flutti ég í Stekkjargerði 7. Um svipað leyti eignaðist ég mína fyrstu bestu vinkonu. Það var hún Rósa sem átti heima gegnt mér, í Stekkjargerði 8. Jafngamlar vorum við, áttum meira að segja báðar afmæli í nóvember, ég þann 12. og hún þann 29. Bernskuárin liðu og við lékum okkur alltaf saman. Reyndar tóku fleiri þátt í leikjunum, hverfið var gjörsamlega fullt af krökkum og mörg okkar vorum fædd á árinu 1964. Í Hamragerði voru tvíburarnir Harpa og Gígja, vinkona þeirra hún Hrefna, Þórdís og Hulda, Ottó í númer ?. Í Stekkjargerði, götunni minni, voru það Össi í númer 3, ég í númer 7, Rósa í númer 8, Sigrún í númer 13 og Heibba í nr. 14. Í Kotárgerði voru það a.m.k. Hildur í nr. 1 og Birna í nr. 7, Bjarni Bjarna í nr. 10 eða 12... og örugglega einhverjir fleiri krakkar þó ég muni ekki nöfnin þeirra í augnablikinu. Þá eru ótalin þau sem áttu afmæli árin á undan eða á eftir - já og allir krakkarnir í Akurgerði sem voru jafn gömul, Maggi Magg, Maggi Ax, Ingibjörg Harðar, Elva Kára, Jóka Gumm... "Those were the days..."
Æ, alla vega the bottom line er - að gamlar vinkonur eru gulls ígildi, jafnvel þótt fólk hafi misst sjónar af hvort öðru um tíma. Munið að meta það sem þið eigið ;-)

Engin ummæli: