fimmtudagur, 15. maí 2008
Enn meiri seinkunn
Þá er það ljóst, opnun Glerártorgs mun seinka enn frekar. Fyrst átti að opna 2. maí, svo 22. maí og núna er það 30. maí. Meira ruglið! Við erum að verða tilbúnar með rýmið okkar - eða þannig - málarinn er að klára að mála, rafvirkinn var að hengja upp brautir fyrir ljósin í dag, rúllugardínan í dyraopið er komin upp, gólfefnin verða lögð á laugardaginn, innréttingarnar koma upp eftir helgi, glerið kemur um miðja næstu viku o.s.frv. Þannig að við hefðum með léttu getað opnað á réttum tíma. En þegar við Sunna fórum að líta á framkvæmdirnar á miðvikudaginn var ekki byrjað að innrétta í mörgum plássum, svo það er ljóst að sumir eiga eftir að gera mikið. Þannig er nú það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli