Næst algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana er "Hvernig gengur að innrétta á Glerártorgi?" og því svara ég eitthvað á þá leið að það sé allt í réttum farvegi. Búið að reisa milliveggi, málarinn er búinn að mála loftið og er langt kominn með veggina. Við þurfum að ákveða á mánudaginn hvaða tilboði við ætlum að taka í ljósin (sem eru "by the way" ótrúlega dýr). Jónas í Valsmíði er á fullu að smíða innréttingarnar og - já þetta klárast vonandi allt á réttum tíma. Það eru tæpar þrjár vikur til stefnu... ;-)
Ég ætla að byrja að vinna aftur á mánudaginn, er ekki að meika að hanga svona heima lengur. En af því allir eru nú að segja mér að passa mig og taka því rólega þá ætla ég bara að vinna 2 tíma á dag til að byrja með. Hlakka samt til.
Læt þetta gott heita, er farin að horfa á Morse með hössbandinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli