mánudagur, 19. maí 2008

Framför

Í kvöld settist ég í fyrsta skipti við skrifborðið mitt hérna heima frá því ég fékk brjósklosið. Það var nú samt mesta furða hvað ég var orðin vön því að vinna standandi við upphækkað borð inni í stofu - en það verður nú að segjast eins og er að þetta er þægilegra. Sérstaklega þegar verkefnið er að færa bókhald, þá er nauðsynlegt að geta dreift úr möppum og blöðum um allt skrifborðið ;-) Annars er ég búin að vera svo þreytt eftir að ég fór í nuddið í dag - og þreytt í bakinu eitthvað, að mig langar mest upp í rúm og klukkan er bara hálf níu. Ætli ég sökkvi ekki frekar niður í sjónvarpssófann um stund.

Og nú fannst mér allt í einu sem bloggið mitt væri orðið svo nákvæmt um líf mitt að næst kæmi "og svo andaði ég inn og síðan andaði ég út"... Æ, æ!

Engin ummæli: