Óþolinmæði hrjáir mig líka í ljósmynduninni. Ég er ekki að nenna að sökkva mér niður í að læra allt um ljósop, hraða og ólíkar linsur, heldur vil helst bara kunna þetta allt saman! Í gær fór ég t.d. út í Kjarnaskóg með nýja linsu sem Valur keypti um daginn og allar myndirnar sem ég tók misheppnuðust. Í fyrradag fór ég líka með myndavél út í Kjarnaskóg, að vísu með aðra linsu, og þó þær myndir hafi ekki beint verið misheppnaðar þá var engin góð.
Skortur á þolinmæði er hins vegar ekki að plaga manninn minn í hans ljósmyndun. Í gærmorgun fór hann út að Hundatjörn í Krossanesborgum með þrífót og aðdráttarlinsu/sjónauka og beið þar sallarólegur meðan fuglarnir vöndust nærveru hans. Í kjölfarið náði hann alveg frábærum fuglamyndum. Hann þarf bara að koma sér upp Flickr síðu svo fleiri geti fengið að njóta myndanna hans :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli