Er enn að leita að húsi einhvers staðar í Evrópu, er komin með tvo í sigtið, annað í Frakklandi en hitt á Ítalíu. Held reyndar að það sé loftkæling í hvorugu... og við verðum þarna á heitasta tíma. En það er sundlaug :-)
fimmtudagur, 22. maí 2008
"Thanks for the taxi service"
Þessi orð fékk ég að heyra eftir að hafa keyrt Ísak og einn skólafélaga hans + tvo sænska kennara upp í Hlíðarfjall í morgun. Það er í gangi samstarf milli bekksins hans Ísaks og bekkjar í Suður-Svíþjóð (nafnið á bænum er alveg dottið úr mér) og eru Svíarnir núna í heimsókn í Lundarskóla en á sunnudaginn flýgur svo bekkurinn hans Ísaks út. Þetta er ekkert smá gaman fyrir krakkana og eru þau víst strax farin að kvíða því að þurfa að kveðjast úti í Svíþjóð og sjást kannski aldrei aftur. Þau sænsku fóru í hvalaskoðun í gær og að Mývatni og voru alveg rosalega ánægð með daginn. Í dag átti að ganga á Súlur en það er of blautt og því var farið í Hlíðarfjall í staðinn. Í kvöld er svo grill með foreldrum, þannig að það er bara stuð!
Er enn að leita að húsi einhvers staðar í Evrópu, er komin með tvo í sigtið, annað í Frakklandi en hitt á Ítalíu. Held reyndar að það sé loftkæling í hvorugu... og við verðum þarna á heitasta tíma. En það er sundlaug :-)
Er enn að leita að húsi einhvers staðar í Evrópu, er komin með tvo í sigtið, annað í Frakklandi en hitt á Ítalíu. Held reyndar að það sé loftkæling í hvorugu... og við verðum þarna á heitasta tíma. En það er sundlaug :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli