mánudagur, 19. maí 2008

Blaður um allt og ekkert

20 ára stúdentsafmælið gekk rosa vel og var mjög skemmtilegt. Við vorum átta sem mættum úr mínum bekk og rúmlega fjörutíu í allt. Það voru allir í spariskapinu og reyttu af sér brandara af miklum móð þannig að ég hló meira og minna allt kvöldið. Maturinn kom frá Bautanum og var bara alveg ágætur. Hér er svo mynd af bekknum mínum sem tekin var í lokin en ég fékk hana "lánaða" af þessari síðu hér:


Annars hef ég bara eitthvað voðalega lítið að segja. Fór í nudd áðan og er hálf dösuð eftir það. Ég stífna svo mikið upp í bakinu og er að reyna að vinna á þessum stífu vöðvum með því að fara í nudd. Um daginn tókst henni að losa svo vel um þetta að ég gat gengið algjörlega eðlilega (eða það fannst mér að minnsta kosti) í einn til tvo daga á eftir. Svo fór allt í sama farið aftur. Núna prófaði hún svæðanudd og ég á eftir að sjá hvernig það kemur út. Er mjög stíf í bakinu ennþá en það á vonandi eftir að lagast.

Ég er enn að vinna tvo tíma á dag og ætla að gera þessa vikuna. Við Sunna erum alltaf eitthvað að stússast svo vinnudagurinn er nú yfirleitt lengri en þessir tveir tímar. Svo verður nóg að brasa í næstu viku þegar flutningarnir skella á þannig að ég hef bara gott af því að reyna að jafna mig eins og hægt er áður en fjörið byrjar.

Engin ummæli: