![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgLcUoG9kKpa185_XCbx7XUGVuldnxJNL0G_JnpdUt7ASFTscMxBF66E340GGRuuA_w5F14W2Bqwl4qoT7B-G3H5apFEnfOW1YfW5U_4g_p7Xl95WXcuXn4kGCRgAyn-hIGqGB5/s400/AlbumImage.ashx.jpeg)
Annars hef ég bara eitthvað voðalega lítið að segja. Fór í nudd áðan og er hálf dösuð eftir það. Ég stífna svo mikið upp í bakinu og er að reyna að vinna á þessum stífu vöðvum með því að fara í nudd. Um daginn tókst henni að losa svo vel um þetta að ég gat gengið algjörlega eðlilega (eða það fannst mér að minnsta kosti) í einn til tvo daga á eftir. Svo fór allt í sama farið aftur. Núna prófaði hún svæðanudd og ég á eftir að sjá hvernig það kemur út. Er mjög stíf í bakinu ennþá en það á vonandi eftir að lagast.
Ég er enn að vinna tvo tíma á dag og ætla að gera þessa vikuna. Við Sunna erum alltaf eitthvað að stússast svo vinnudagurinn er nú yfirleitt lengri en þessir tveir tímar. Svo verður nóg að brasa í næstu viku þegar flutningarnir skella á þannig að ég hef bara gott af því að reyna að jafna mig eins og hægt er áður en fjörið byrjar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli