Þetta var nú mest til gamans gert, en líka í upplýsingaskyni fyrir mig. Ég hafði á huga á því að vita hvort það væru aðallega ljósmyndirnar sem væru að trekkja að (alla mína mörgu lesendur, hehe) eða hvort textinn stæði sjálfur fyrir sínu. Og sú var niðurstaðan, textinn var vinsælli svarmöguleiki heldur en ljósmyndirnar. Hins vegar, eftir að ég fór að birta bloggfærslur á facebook, breyttist aðeins jafnvægið í þessu, og fleiri fóru að merkja við svarmöguleikann "vinur/vinkona".
Svona eftir á að hyggja var þetta kannski fremur langsótt aðferð við að reyna að finna út hvort fólk hefði gaman af því að lesa bloggið mitt. Ég hefði kannski frekar átt að spyrja bara hreint út... Svona er þetta stundum, maður leitar langt yfir skammt :-)
2 ummæli:
Smellti bæði á textann og ljósmyndirnar. Myndi samt setja textann nr 1. Kveðja , Þórdís.
Takk Þórdís, fyrir að svara könnuninni og vera svona dyggur lesandi :)
Skrifa ummæli