fimmtudagur, 13. október 2011

Önnur ferð framundan

Ég var víst ekkert búin að opinbera það hér, en ég er sem sagt að fara til Danmerkur á morgun að heimsækja dótturina. Fer í kvöld til Keflavíkur og gisti hjá mömmu og Ásgrími og tek svo flug kl. 13 á morgun til Köben. Það er gott að þurfa ekki að vera í neinu stressi með að vakna í flugið og enn betra að geta komið við hjá mömmu, því það er víst ekki svo oft að ég er á ferðinni fyrir sunnan, eða hún fyrir norðan. En já, ég ætla að vera í Köben fram á mánudagskvöld, svo þetta eru 3 sólarhringar sem ég fæ með Hrefnu. Ég er svo fegin að veðurspáin er alveg hreint ágæt, eða fremur léttskýjað og í kringum 10 stiga hiti að deginum.

Núna þyrfti ég að vera að brasa ýmislegt, s.s. að pakka niður í tösku eða laga til í húsinu, í stað þess að sitja hér við tölvuna. Svo er ég að vinna á eftir og þarf líka að útrétta svolítið, þannig að það er full dagskrá í dag. Og best að drattast á fætur og halda áfram að gera eitthvað af viti ;-)

2 ummæli:

Fríða sagði...

Ooo, hvað það er gaman, það er fátt skemmtilegra en að fara til Danmerkur að heimsækja dóttur sína :)

Guðný Pálína sagði...

Já þetta var mjög góð ferð - eins og mér sýnist ferðin þín til Nönnu hafa verið :)