Ég er sem sagt mjög sátt við þær breytingar sem ég er að gera hjá mér varðandi hreyfingu og mataræði. Ekki segi ég nú samt að þetta með mataræðið sé létt, og þá sérstaklega vegna þess að ég er jú ekki bara að taka út t.d. glútein og borða annað mjöl, ég er að taka út allar kornvörur með það að markmiði að sleppa við blóðsykur-rússíbanann. En vá hvað ég hefði viljað getað haldið áfram að borða egg og osta... Valur var að grilla hamborgara í kvöld og var að rífa ost ofan á og það lá við að ég tæki ostaskerann og fengi mér eina sneið, bara svona alveg óvart. Minn hamborgari var sem sagt borðaður "allsber" með blómkáli, gulrótum og beikoni. Ekkert hamborgarabrauð, engin hamborgarasósa (inniheldur egg) og enginn ostur ofaná.
Í hádeginu græja ég mér salat ef ekki eru til neinir afgangar af kvöldmatnum frá því deginum áður. Bara verst að það tekur ótrúlega langan tíma að skera niður í salat (eða ég er svona hægfara) og í morgun ætlaði ég að mæta uppúr níu í vinnuna til að vinna í bókhaldi, en var óralengi að skera salat og kom því seinna í vinnuna en ég ætlaði. Þyrfti náttúrulega að gera þetta kvöldinu áður en ... hm sjáum til með það.
Og nú er ég farin að sofa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli