þriðjudagur, 4. október 2011

Göngutúr í Kjarnaskógi

A walk in the wood by Guðný Pálína
A walk in the wood, a photo by Guðný Pálína on Flickr.
Eftir að hafa næstum steikt á mér heilann í morgun við að reyna að færa bókhald þegar tölvan var með stæla, ákvað ég að tími væri kominn til að anda að mér hreinu lofti. Klæddi mig í kuldagallann, greip myndavélina og ók inn í Kjarnaskóg. Þ.e.a.s. ég lagði nú bílnum á bílastæðinu, bara svo það sé nú á hreinu að ég ók ekki inn í sjálfan skóginn... Komst að því að ég hef greinilega ekki gengið þarna lengi, og líklega ekkert í sumar. Fannst öll trén hafa vaxið svo ógurlega síðan ég var þarna síðast. En það er alltaf gott að komast út í náttúruna og ekki var verra að geta smellt af nokkrum myndum. Annars fannst mér gróðurinn vera að verða ósköp grár, svona í heildina séð, en auðvitað eru jú líka sígræn tré þarna í stórum stíl.

Engin ummæli: