sunnudagur, 23. október 2011

Ýmislegt á sig lagt fyrir listagyðjuna

Ég rakst á þessa mynd áðan. Hún er tekin þegar við Valur fórum í ljósmyndaferð á Melrakkasléttu í sumar. Þar var svo mikið hífandi rok að varla var stætt úti. Við leituðum lengi að stað til að borða nestið okkar á (í skjóli) og ákváðum loks að hreiðra um okkur inni í þessum gömlu húsatóftum. Þegar myndin er tekin erum við reyndar búin að borða og erum að fara að ganga frá nestinu en næst á dagskrá er að taka myndir.

P.S. Með því að smella á myndina sést hún stærri og á dökkum bakgrunni.

Engin ummæli: