miðvikudagur, 26. október 2011

Þessi mynd af okkur Álfkonum

var tekin fyrir sýningarskrá sem gerð var í tengslum við ljósmyndasýninguna okkar við Hof nú í haust. Ég er nú eiginlega eins og lítill álfur á þessari mynd, hehe :)

Annars er fundur í ljósmyndaklúbbnum í kvöld en ég ætla ekki að fara. Er búin að vera drulluslöpp í allan dag og datt í sjálfsvorkunn eins og mér væri borgað fyrir það. Er reyndar aðeins að lagast af þessu síðarnefnda, en er ennþá slöpp. Ég fór nú samt út að borða í hádeginu með tveimur vinkonum mínum, enda var búið að fresta þeim hittingi þrisvar sinnum og mér fannst ég ekki geta frestað einu sinni enn. Held að mér hafi nú tekist alveg bærilega að halda haus en svo fór ég beint heim að hvíla mig á eftir.

Ég veit að það er gríðarleg tilætlunarsemi að búast við því að verða nánast samstundis frísk, bara af því ég er búin að taka alla óþols-valda út úr mataræðinu. En svona er maður barnalegur. Ég stressast svo upp þegar ég fer að hugsa um það að jólavertíðin fer að skella á og ég ennþá svona léleg til heilsunnar. En - rétt skal vera rétt - ég er þó betri á ýmsan hátt.

Engin ummæli: