fimmtudagur, 1. apríl 2010

Á leið í Bónus

Ég ætlaði eiginlega í Bónus í gær en bílastæðið var hreinlega fullt svo ég lagði ekki til atlögu - gat ekki hugsað mér að fara í búðina í þeim kringumstæðum. Það lá heldur ekki svo mikið á innkaupaferðinni að ekki mætti hún bíða til morguns. En nú opnar sem sagt klukkan ellefu og mér er því ekki til setunnar boðið að gera aðra tilraun.

Engin ummæli: