þriðjudagur, 20. apríl 2010

Lélegur bloggari

Já annað hvort blogga ég daglega, eða ekki neitt svo dögum skiptir. Sennilega fer það ekki einu sinni eftir því hvort eitthvað er í fréttum eða ekki, ætli það sé ekki bara spurning hvort ég er með munnræpu eða ekki. Svo finnst manni kannski hálf kjánalegt að vera að blogga um sitt litla líf þegar eldgos er að trufla líf svo margra annarra. En alla vega, ég er á lífi og allir í kringum mig líka :) Mér finnst reyndar stórundarlegt að veturinn skuli bráðum vera á enda og styttist í próf og svoleiðis leiðindi. Og svo kemur sumarið með sínum endalausu spurningum um sumarfrí, afleysingar í vinnu o.s.frv.  Vonandi líka einhverjum skemmtilegum upplifunum :)

Engin ummæli: