miðvikudagur, 14. apríl 2010

Ekki mjög sátt við sjálfa mig í augnablikinu

Málið er að ég á frí í dag og ætlaði að nota tímann í eitthvað gáfulegt. Hafði hugsað mér að fara í sund og svo ætlaði ég meðal annars að fara í Bónus og helst að hitta vinkonu mína. Þegar ég vaknaði í morgun var ég hins vegar svo óskaplega þreytt að ég orkaði ekki að fara í sund og fór aftur upp í rúm um hálf níu leytið. Sofnaði nú reyndar ekki strax en svaf svo hvorki meira né minna en til hálf tólf! Geri aðrir betur. Og af því þetta var svona öfugsnúin byrjun á deginum þá á ég svo erfitt með að koma mér í gírinn. Samt er klukkan ekki orðin eitt og enn langt eftir af deginum. Ég heyrði líka í þessari vinkonu minni og hún gat ekki hitt mig, svo þá er það bara Bónusferðin sem stendur fyrir dyrum. Já og það að þvo einhverjar fjórar þvottavélar eða svo. Einnig væri ekki úr vegi að nýta sér vorvindana sem blása úti og fá smá súrefni í blóðið.

Jahá, þá er Birta lögst í sólbað uppi á skrifborðinu mínu. Það útskýrir betur hvernig stóð á því að skrifborðið var óvenju mikið útatað í kattarhárum þegar ég kom heim frá Reykjavík. En jæja, ætli sé ekki best að drífa sig í að reyna að bjarga andlitinu og reyna að koma sér að verki.

Engin ummæli: