fimmtudagur, 21. október 2004

Er að gera tilraunir

með nýtt lúkk á síðuna. Fann eitt sem var miklu betra en það gamla en vandinn er sá að íslensku stafirnir fóru fjandans til. Var líka búin að skrifa pistil fyrr í dag en hann fór líka sömu leið. Sem sagt: allt í klessu í bloggheimi Guðnýjar í dag.

Megininntak pistilsins sem týndist í cyberspace var að hvetja vini og vandamenn til að byrja að blogga. Er orðin hundleið á því að lesa um líf fólks sem skiptir mig engu máli - þetta er sáraeinfalt, fara á síður eins og blogger.com, blog.central.is eða upsaid.com, skrá sig, velja sér útlit á síðuna og byrja að skrifa. Kostar ekkert!

Að öðru leyti hefur þessi dagur verið stórundarlegur. Engin vinna og ég lufsast bara um húsið og geri ekkert af viti. Geri ekki einu sinni neitt af verkefnalistanum mínum (þvo gluggana, þvo eldhúsinnréttinguna, sauma gardínur fyrir tvo glugga í kjallaranum, setja reikninga inn í möppu........ listinn er lengri.....). Það er nú einu sinni þannig með mig að því minna sem ég hef að gera því minna geri ég (meikar alveg sens er það ekki) og svo þegar ég hef mikið að gera þá geri ég ekki heldur það sem ég geri ekki þegar ég hef lítið að gera. Rugl, eða hvað?

Engin ummæli: