Við Bryndís fórum út í háskóla í gær að kíkja á nýju skrifstofuna okkar. Það var reyndar búið að gera ráð fyrir því að við fengjum tvær skrifstofur en við erum orðnar svo vanar því að vera saman að við ætlum að troða tveimur skrifborðum inn í eina. Vonandi gengur það eftir á mánudaginn svo við getum farið að vinna aftur!
Í hádeginu sátum við svo hjá nýju bestu vinkonum okkar, þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Katrínu Júlíusdóttur samfylkingarkonum. Þær voru staddar á Akureyri í tilefni af stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar og komu ásamt fleirum upp í háskóla til að auglýsa flokkinn. Eftir örstutt ræðuhöld ákvað fólkið að fá sér að borða og komu þá ekki vinurnar og settust hjá okkur - og ekki gátum við verið ókurteisar, svo við sátum sem fastast. Það var bara ágætt að spjalla við þær, verst að Séð og heyrt var ekki á staðnum......ha?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli