1. Það er hægt að setja eingöngu inn tengla á vini og kunningja. Þetta er hægara sagt en gert því það eru svo fáir að blogga sem ég þekki.
2. Það er hægt að velja fólk sem maður kannast eitthvað við, t.d. hafa bara Akureyringa. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það.
3. Það er hægt að hlaða inn öllum þeim bloggurum sem maður finnur, sama hverjir það eru. Mér sýnist nú ansi margir hafa farið þá leið því þetta eru mikið til sömu nöfnin inni á fullt af bloggsíðum.
4. Það er hægt að fá ábendingar hjá öðrum um sniðugar/skemmtilegar bloggsíður.
5. Nú svo er líka hægt að sleppa þessu bara.
Ef ég væri með bloggið mitt inni á blog.central.is þá gæti ég búið til skoðanakönnun úr þessum vandræðum mínum og leyft lesendum (ef einhverjir eru!!) að ráða. Eins og flestum er ljóst er ég ekki með bloggið þar inni og er ástæðan sú að mér finnst þær síður oft svo rosalega lengi að hlaðast inn. Þannig að ég verð bara að halda áfram að velta þessu fyrir mér! En nú er ég hætt þessu rugli, er að fara á Bláu könnuna með tveimur vinkonum mínum. Ég er að spá í að fá mér te og eina söru. Sörurnar standa alltaf fyrir sínu þegar mann langar í eitthvað sætt. Get það líka með góðri samvisku því kvöldmaturinn var svo hollur. Grillaður steinbítur með brokkólí (úr garðinum), tómötum (úr Bónus) og Basmati hrísgrjónum.
2 ummæli:
Ha ha ha ha sástu fyrsta þáttinn af innlit-útlit, engin önnur en hún Gulla í Má Mí Mó, komin með sumarhús á AKureyri og alveg GASALEGA smart að mati Völu Matt. Magnaður andskoti þessi þáttur
Þvílík óheppni að ég skyldi missa af þættinum - frekar fyndið að vera nýbúin að kommentera á þetta og svo fór vinkonan bara í heimsókn til Gullu. Ég hlýt að vera skyggn! Eða þannig.
Skrifa ummæli