hér sit ég og bíð. Hefði með réttu átt að sitja í flugvél á leið til Reykjavíkur núna en sit í staðinn fyrir framan tölvuna. Veður hamlar flugi en hér á Akureyri er engu að síður dúnalogn (kannski lognið á undan storminum?). Fór í saumaklúbb í gærkvöldi og skemmti mér vel. Það góða við saumaklúbba eru ekki hannyrðirnar, ekki kjaftasögurnar, ekki einu sinni kökurnar - nei, það er þessi tilfinning að sitja með góðum vinkonum og vera bara til í núinu. Það er skilyrðislaus ánægja, engin gagnrýni, ekkert stress, bara að vera til og hlægja saman. Þessi saumaklúbbur setti reyndar met í því að hittast sjaldan í fyrravetur en nú eru uppi fögur fyrirheit um mánaðarlega klúbba í vetur. Verður spennandi að sjá hvernig tekst til.
En eins og saumaklúbbar eru góðir þá verð ég svo upprifin af því að fara út á kvöldin og afleiðingin verður sú að ég get ekki sofnað fyrr en um miðja nótt. Þannig að síðustu nótt svaf ég bara frá 2-6 og smábarnið ég þarf nú talsvert meiri svefn en það. Ætlaði að leggja mig aftur í morgun en þá var svo mikill spenningur í mér út af fluginu (hvort það yrði nú fært) að ég náði ekki að festa blund. Er þar af leiðandi hálf sljó eitthvað þessa stundina.
Og held áfram að bíða. Næst átti að athuga með flug kl.13.30......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli