mánudagur, 13. september 2004

Afmælisbarn dagsins

er Anna systir mín, til hamingju með afmælið Anna :o)

Nú væri gott að geta skroppið í afmæliskaffi til hennar en það er aðeins of langt á milli, eða ca. 2-3 þúsund kílómetrar (þetta var lausleg ágiskun míns ektamanns). Hún býr sem sagt í Osló og þar er haustið að koma, alveg eins og hér. Orðið dimmt á kvöldin og haustlitir að taka völdin í náttúrunni.

Ég er búin að panta mér ferð til Reykjavíkur á fimmtudaginn kemur - erindið suður er að fara á 5. ára afmælisfund FKA . Ég er nefnilega búin að vera að berjast fyrir því að stofnuð verði Norðurlandsdeild félagsins og komu þær FKA konur norður í vor og kynntu starfsemi félagsins. Þannig að maður verður víst að sýna lit og mæta á svæðið þegar það er "afmælisveisla" hjá þeim. Fæ að gista hjá Rósu vinkonu minni og ætla að stoppa í höfuðborginni fram á sunnudag. Hlakka mikið til að komast í smá húsmæðraorlof, kíkja á næturlífið með Rósu (vonandi), skreppa í búðir og hitta vinkonur.

Hjá mér situr Valur og er að skoða reiðhjólabæklinga. Hefur átt sama hjólið í 15 ár (því miður hefur það dugað svona hræðilega lengi, enda af "Det Beste Sykkel" tegundinni) og er farinn að dauðlanga í nýtt hjól. Nú er bara spurningin hvort hann lætur duga að skoða hjól á netinu, athuga hvað þau kosta á Íslandi og USA og láta sig dreyma........eða hvort hann lætur vaða og skellir sér á eitt stykki hjól. Framhald í næsta þætti........

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir afmæliskveðjuna systir mín góð. Hér er sem sagt haust og eplunum fjölgar sem hrynja af eplatrénu. En þau eru góð á bragðið, góð í eplapæ og eplamauk. Eins er hægt að frysta þau til að nota í vetur í eplakökur, pæ og vínarbrauð....namm, namm.......
A--a