Mig langaði svo mikið í einhverja djúsí köku í dag, svo ég bjó til hráfæðisköku. Í henni voru döðlur, möndlur, valhnetur, kókosmjöl, kókosolía og kakó. Í kreminu ofan á var kókosolía, kakó, agavesýróp og stewia sætuefni. Kakan bragðaðist mjög vel og var alls ekki of sæt á bragðið, enda hafði ég minnkað döðlumagnið töluvert frá því sem uppskriftin hvað á um. Það áttu að vera 200 gr. döðlur en ég var með ca. 80 gr. En já já, líklega hefur græðgin haft eitthvað að segja um líðanina núna, ég borðaði nefnilega þrjár sneiðar ;-)
sunnudagur, 30. október 2011
Tilraun til að borða meiri sykur
Já bara svona til að sjá hvaða áhrif það hefði... skilar mér ropandi og uppþembdri. Nice!
Mig langaði svo mikið í einhverja djúsí köku í dag, svo ég bjó til hráfæðisköku. Í henni voru döðlur, möndlur, valhnetur, kókosmjöl, kókosolía og kakó. Í kreminu ofan á var kókosolía, kakó, agavesýróp og stewia sætuefni. Kakan bragðaðist mjög vel og var alls ekki of sæt á bragðið, enda hafði ég minnkað döðlumagnið töluvert frá því sem uppskriftin hvað á um. Það áttu að vera 200 gr. döðlur en ég var með ca. 80 gr. En já já, líklega hefur græðgin haft eitthvað að segja um líðanina núna, ég borðaði nefnilega þrjár sneiðar ;-)
Mig langaði svo mikið í einhverja djúsí köku í dag, svo ég bjó til hráfæðisköku. Í henni voru döðlur, möndlur, valhnetur, kókosmjöl, kókosolía og kakó. Í kreminu ofan á var kókosolía, kakó, agavesýróp og stewia sætuefni. Kakan bragðaðist mjög vel og var alls ekki of sæt á bragðið, enda hafði ég minnkað döðlumagnið töluvert frá því sem uppskriftin hvað á um. Það áttu að vera 200 gr. döðlur en ég var með ca. 80 gr. En já já, líklega hefur græðgin haft eitthvað að segja um líðanina núna, ég borðaði nefnilega þrjár sneiðar ;-)
Fínn dagur í vinnunni í gær
Við Sunna og Anna skiptumst á að vinna laugardagana með helgarstarfsfólkinu okkar. Þannig að þriðja hvern laugardag vinn ég frá 13-17 en helgarfólkið vinnur 10-16 á laugardeginum og 13-17 á sunnudeginum. Stundum er svo lítið að gera á laugardögum að það er eiginlega ekki þörf á tveimur starfsmönnum, en stundum er bara töluvert að gera og þá munar miklu að vera tvær. Í gær var þannig dagur. Það var erill á Glerártorgi, enda Valhopp í gangi (afsláttur í verslunum) og þar að auki hellirigndi allan daginn og þá er jú ágætis afþreying að fara í verslunarmiðstöð. Þegar klukkan var orðin fimm var enn þá svo margt fólk í húsinu að ég ákvað að vera aðeins lengur í vinnunni. Það borgaði sig líka, því ég seldi fyrir nærri 20 þús. í viðbót. Þannig að heim var ég ekki komin fyrr en 17.45 en ánægð eftir góðan dag. Og góður dagur varð enn betri þegar Valur eldaði sína dásamlegu fiskisúpu í kvöldmatinn. Mín súpa var með kókosmjólk í staðinn fyrir rjóma en kom engu að síður mjög vel út. Svo horfðum við í rólegheitum á Barnaby á dönsku stöðinni um kvöldið.
föstudagur, 28. október 2011
Ég fór í svokallaða indíánagufu í gærkvöldi
með kvennaklúbbnum mínum. Við erum nú reyndar nánast að gefa upp öndina sem klúbbur sýnist mér, en við mættum fjórar af sex í gufuna. Þetta er tveggja tíma prógram þar sem skipst er á að vera inni í gufunni og frammi. Það var dekrað við okkur m.a. með nuddi og þurrburstun milli tímans inni í gufubaðinu, og ég mæli svo sannarlega með svona kvöldstund. Ég var alveg endurnærð á eftir, fannst mér.
Svo endurnærð og upprifin raunar, að mér gekk frekar illa að sofna í gærkvöldi, og gerði síðan þau mistök að sofa of lengi í morgun. Hugsaði með sjálfri mér að ég þyrfti á hvíldinni að halda... Hef verið í þeim gír alla vikuna að reyna að hvíla úr mér þreytuna, sem er líklega röng aðferðafræði. Að minnsta kosti virðist það ekki vera að virka sérlega vel.
En í dag er dásamlegt veður og ég afrekaði að fara út að ganga áðan. Alveg heilan hring í hverfinu... hehe. Velti því fyrir mér í smá stund að fara út með myndavélina en ég er bara einhvern veginn ekki í ljósmyndastuði þessa dagana.
Nú styttist hins vegar í vinnu og best að fara að græja sig.
Svo endurnærð og upprifin raunar, að mér gekk frekar illa að sofna í gærkvöldi, og gerði síðan þau mistök að sofa of lengi í morgun. Hugsaði með sjálfri mér að ég þyrfti á hvíldinni að halda... Hef verið í þeim gír alla vikuna að reyna að hvíla úr mér þreytuna, sem er líklega röng aðferðafræði. Að minnsta kosti virðist það ekki vera að virka sérlega vel.
En í dag er dásamlegt veður og ég afrekaði að fara út að ganga áðan. Alveg heilan hring í hverfinu... hehe. Velti því fyrir mér í smá stund að fara út með myndavélina en ég er bara einhvern veginn ekki í ljósmyndastuði þessa dagana.
Nú styttist hins vegar í vinnu og best að fara að græja sig.
miðvikudagur, 26. október 2011
Þessi mynd af okkur Álfkonum
var tekin fyrir sýningarskrá sem gerð var í tengslum við ljósmyndasýninguna okkar við Hof nú í haust. Ég er nú eiginlega eins og lítill álfur á þessari mynd, hehe :)
Annars er fundur í ljósmyndaklúbbnum í kvöld en ég ætla ekki að fara. Er búin að vera drulluslöpp í allan dag og datt í sjálfsvorkunn eins og mér væri borgað fyrir það. Er reyndar aðeins að lagast af þessu síðarnefnda, en er ennþá slöpp. Ég fór nú samt út að borða í hádeginu með tveimur vinkonum mínum, enda var búið að fresta þeim hittingi þrisvar sinnum og mér fannst ég ekki geta frestað einu sinni enn. Held að mér hafi nú tekist alveg bærilega að halda haus en svo fór ég beint heim að hvíla mig á eftir.
Ég veit að það er gríðarleg tilætlunarsemi að búast við því að verða nánast samstundis frísk, bara af því ég er búin að taka alla óþols-valda út úr mataræðinu. En svona er maður barnalegur. Ég stressast svo upp þegar ég fer að hugsa um það að jólavertíðin fer að skella á og ég ennþá svona léleg til heilsunnar. En - rétt skal vera rétt - ég er þó betri á ýmsan hátt.
Annars er fundur í ljósmyndaklúbbnum í kvöld en ég ætla ekki að fara. Er búin að vera drulluslöpp í allan dag og datt í sjálfsvorkunn eins og mér væri borgað fyrir það. Er reyndar aðeins að lagast af þessu síðarnefnda, en er ennþá slöpp. Ég fór nú samt út að borða í hádeginu með tveimur vinkonum mínum, enda var búið að fresta þeim hittingi þrisvar sinnum og mér fannst ég ekki geta frestað einu sinni enn. Held að mér hafi nú tekist alveg bærilega að halda haus en svo fór ég beint heim að hvíla mig á eftir.
Ég veit að það er gríðarleg tilætlunarsemi að búast við því að verða nánast samstundis frísk, bara af því ég er búin að taka alla óþols-valda út úr mataræðinu. En svona er maður barnalegur. Ég stressast svo upp þegar ég fer að hugsa um það að jólavertíðin fer að skella á og ég ennþá svona léleg til heilsunnar. En - rétt skal vera rétt - ég er þó betri á ýmsan hátt.
Efnisflokkar
heilsa,
Ljósmyndun,
mataræði,
Vinnan
þriðjudagur, 25. október 2011
Upptúrar og niðurtúrar
eru þema októbermánaðar. Það er eins og það vanti alveg jafnvægið í mig þessa dagana. Í gær t.d. hélt ég að nú væri ég að fá enn eitt gigtarkastið. Leið eins og ég væri að verða veik og hélt haus með því að troða í mig verkjatöflum og drekka kaffi. Við Valur fórum á jarðarför og þess vegna var ég fyrst að vinna frá 10-12 og svo frá 16-18.30. Það var verið að jarða tengdapabba hennar Sunnu, sem var aðeins 11 árum eldri en Valur. Jarðarfarir eru misjafnar eins og gengur og gerist en þetta var virkilega falleg athöfn. Ræða prestsins góð, lög, textar og flutningur líka. Ég treysti mér samt ekki í erfidrykkjuna á eftir, m.a. vegna þess að ég var svo slöpp og vildi bara fara heim og hvíla mig áður en ég þyrfti að fara aftur í vinnuna.
Eftir vinnu var svo námskeið í Lightroom (forrit til að vinna myndir) í Símey. Áður en ég fór þangað skellti ég í mig enn einni verkjatöflunni og Valur bjó til espresso handa mér. Það dugði þar til rúmlega tíu en þá var ég orðin býsna framlág. Í nótt vaknaði ég svo klukkan fjögur og leið eins og ég væri orðin alveg fárveik. Illt í öllum skrokknum, illt í höfðinu, illt í hálsinum og bara alveg ónýt eitthvað. Fór að hafa áhyggjur af því að komast ekki í vinnuna í dag og ætlaði aldrei að geta sofnað aftur fyrir áhyggjum af þessu ástandi á mér.
Jæja, ég svaf til klukkan níu í morgun og þegar ég fór á fætur fann ég að ég var mun hressari en í nótt. Þannig að ég ákvað að drífa mig í vinnuna, hugsaði ég hlyti að geta haldið haus þar í fjóra tíma. En svo gerðist hið ótrúlega, ég bara hresstist eftir því sem leið á morguninn og var ótrúlega spræk. Engin veikindatilfinning og ég gat þurrkað af ryk og þrifið eins og mér væri borgað fyrir það. Svo steinsofnaði ég reyndar á sófanum þegar ég var komin heim, en það er önnur saga ... :-)
Eftir vinnu var svo námskeið í Lightroom (forrit til að vinna myndir) í Símey. Áður en ég fór þangað skellti ég í mig enn einni verkjatöflunni og Valur bjó til espresso handa mér. Það dugði þar til rúmlega tíu en þá var ég orðin býsna framlág. Í nótt vaknaði ég svo klukkan fjögur og leið eins og ég væri orðin alveg fárveik. Illt í öllum skrokknum, illt í höfðinu, illt í hálsinum og bara alveg ónýt eitthvað. Fór að hafa áhyggjur af því að komast ekki í vinnuna í dag og ætlaði aldrei að geta sofnað aftur fyrir áhyggjum af þessu ástandi á mér.
Jæja, ég svaf til klukkan níu í morgun og þegar ég fór á fætur fann ég að ég var mun hressari en í nótt. Þannig að ég ákvað að drífa mig í vinnuna, hugsaði ég hlyti að geta haldið haus þar í fjóra tíma. En svo gerðist hið ótrúlega, ég bara hresstist eftir því sem leið á morguninn og var ótrúlega spræk. Engin veikindatilfinning og ég gat þurrkað af ryk og þrifið eins og mér væri borgað fyrir það. Svo steinsofnaði ég reyndar á sófanum þegar ég var komin heim, en það er önnur saga ... :-)
sunnudagur, 23. október 2011
Ýmislegt á sig lagt fyrir listagyðjuna
Ég rakst á þessa mynd áðan. Hún er tekin þegar við Valur fórum í ljósmyndaferð á Melrakkasléttu í sumar. Þar var svo mikið hífandi rok að varla var stætt úti. Við leituðum lengi að stað til að borða nestið okkar á (í skjóli) og ákváðum loks að hreiðra um okkur inni í þessum gömlu húsatóftum. Þegar myndin er tekin erum við reyndar búin að borða og erum að fara að ganga frá nestinu en næst á dagskrá er að taka myndir.
P.S. Með því að smella á myndina sést hún stærri og á dökkum bakgrunni.
P.S. Með því að smella á myndina sést hún stærri og á dökkum bakgrunni.
laugardagur, 22. október 2011
Leikurinn er ekki búinn ...
... fyrr en dómarinn hefur flautað!
Já mér hefndist all svakalega fyrir þennan fína bjartsýnispistil minn... Hafði ekki fyrr lokið við að skrifa hann en ég skjögraði inn í sófa og steinsofnaði. Er svo búin að vera algjörlega orkulaus síðan og endaði á því að biðja Andra að hella uppá einn espresso handa mér, í von um að hressast. Við vorum nefnilega boðin á opnun á málverkasýningu klukkan þrjú og nú er klukkan að verða hálf fimm, svo það eru síðustu forvöð að taka sig aðeins saman í andlitinu.
Já mér hefndist all svakalega fyrir þennan fína bjartsýnispistil minn... Hafði ekki fyrr lokið við að skrifa hann en ég skjögraði inn í sófa og steinsofnaði. Er svo búin að vera algjörlega orkulaus síðan og endaði á því að biðja Andra að hella uppá einn espresso handa mér, í von um að hressast. Við vorum nefnilega boðin á opnun á málverkasýningu klukkan þrjú og nú er klukkan að verða hálf fimm, svo það eru síðustu forvöð að taka sig aðeins saman í andlitinu.
Laugardagsmorgunn og Guðný að þrífa!
Það, mínir kæru vinir, er frétt til næsta bæjar!! Ég hef jú iðulega legið í sófanum megnið af laugardeginum, ef ég hef ekki þurft í vinnu. Og í gærmorgun fékk ég þá flugu í höfuðið að bjóða Vali á tónleika með Lay Low í gærkvöldi. Nokkuð sem ég hefði heldur ekki spáð í fyrir nokkrum vikum síðan. Ég reyndar var komin yfir þreytu-þolmörkin í síðustu lögunum á tónleikunum, en þrátt fyrir það, þá er ég öll að koma til. Og jú jú ég var líka ferlega þreytt í vinnunni bæði fimmtudag og föstudag og gerði kannski ekki margt af viti, en það er einhvern veginn annar bragur yfir mér samt.
Mér líður eins og ég sé að öðlast nýtt líf (eða endurheimta það gamla) og það er alveg dásamleg tilfinning. Í morgun t.d. ryksugaði ég eldhúsið og forstofuna, þreif skápinn undir vaskinum í eldhúsinu vel og rækilega, fór í gegnum flöskur og flokkaði í endurvinnsluna, gekk frá mjólkurfernum, áldósum og gleri (líka fyrir endurvinnsluna), þreif kattaklósettið og fór í sturtu. Hljómar kannski ekki svo mikið en fyrir mér er þetta afrek. Hér áður fyrr hefði ég verið alveg búin á því bara eftir að ryksuga. Vissulega var ég orðin lúin eftir allt þetta, en munurinn er sá að nú næ ég að safna mér saman aftur með því að hvíla mig. Áður var ég bara endalaust úrvinda, alveg sama hvað ég hvíldi mig.
Þær breytingar sem ég hef gert eru í tengslum við mataræðið og svo hef ég tvisvar fengið B12 vítamínsprautu, eins og læknirinn í Noregi lagði fyrir um. Ég er ekki enn byrjuð á neinum af þeim bætiefnum sem hún ráðlagði því fæst þeirra fást á Íslandi. Það eina sem fæst hér er Ginkgo Biloba og það ráðlagði hún við heilaþokunni, en ég er bara svo miklu betri af henni, að ég veit ekki hvort það er þörf á að taka það.
Hin efnin eru Inte-zyme (meltingarensím), Immunothione (örvar ónæmiskerfið), Auralife (sem er reyndar bara fjölvítamín en samansett á ákveðinn hátt), Caprystatin (sem á að vinna gegn sveppasýkingunni í þörmunum) og Livertone (á að styrkja lifrina). Ætli ég verði ekki að hafa samband við lækninn í næstu viku og láta reyna á það hvort ég geti fengið þetta sent frá Noregi. Það er um að gera að nýta sér þessi efni ef hún telur að þetta geri mér gott.
Mér líður eins og ég sé að öðlast nýtt líf (eða endurheimta það gamla) og það er alveg dásamleg tilfinning. Í morgun t.d. ryksugaði ég eldhúsið og forstofuna, þreif skápinn undir vaskinum í eldhúsinu vel og rækilega, fór í gegnum flöskur og flokkaði í endurvinnsluna, gekk frá mjólkurfernum, áldósum og gleri (líka fyrir endurvinnsluna), þreif kattaklósettið og fór í sturtu. Hljómar kannski ekki svo mikið en fyrir mér er þetta afrek. Hér áður fyrr hefði ég verið alveg búin á því bara eftir að ryksuga. Vissulega var ég orðin lúin eftir allt þetta, en munurinn er sá að nú næ ég að safna mér saman aftur með því að hvíla mig. Áður var ég bara endalaust úrvinda, alveg sama hvað ég hvíldi mig.
Þær breytingar sem ég hef gert eru í tengslum við mataræðið og svo hef ég tvisvar fengið B12 vítamínsprautu, eins og læknirinn í Noregi lagði fyrir um. Ég er ekki enn byrjuð á neinum af þeim bætiefnum sem hún ráðlagði því fæst þeirra fást á Íslandi. Það eina sem fæst hér er Ginkgo Biloba og það ráðlagði hún við heilaþokunni, en ég er bara svo miklu betri af henni, að ég veit ekki hvort það er þörf á að taka það.
Hin efnin eru Inte-zyme (meltingarensím), Immunothione (örvar ónæmiskerfið), Auralife (sem er reyndar bara fjölvítamín en samansett á ákveðinn hátt), Caprystatin (sem á að vinna gegn sveppasýkingunni í þörmunum) og Livertone (á að styrkja lifrina). Ætli ég verði ekki að hafa samband við lækninn í næstu viku og láta reyna á það hvort ég geti fengið þetta sent frá Noregi. Það er um að gera að nýta sér þessi efni ef hún telur að þetta geri mér gott.
fimmtudagur, 13. október 2011
Önnur ferð framundan
Ég var víst ekkert búin að opinbera það hér, en ég er sem sagt að fara til Danmerkur á morgun að heimsækja dótturina. Fer í kvöld til Keflavíkur og gisti hjá mömmu og Ásgrími og tek svo flug kl. 13 á morgun til Köben. Það er gott að þurfa ekki að vera í neinu stressi með að vakna í flugið og enn betra að geta komið við hjá mömmu, því það er víst ekki svo oft að ég er á ferðinni fyrir sunnan, eða hún fyrir norðan. En já, ég ætla að vera í Köben fram á mánudagskvöld, svo þetta eru 3 sólarhringar sem ég fæ með Hrefnu. Ég er svo fegin að veðurspáin er alveg hreint ágæt, eða fremur léttskýjað og í kringum 10 stiga hiti að deginum.
Núna þyrfti ég að vera að brasa ýmislegt, s.s. að pakka niður í tösku eða laga til í húsinu, í stað þess að sitja hér við tölvuna. Svo er ég að vinna á eftir og þarf líka að útrétta svolítið, þannig að það er full dagskrá í dag. Og best að drattast á fætur og halda áfram að gera eitthvað af viti ;-)
Núna þyrfti ég að vera að brasa ýmislegt, s.s. að pakka niður í tösku eða laga til í húsinu, í stað þess að sitja hér við tölvuna. Svo er ég að vinna á eftir og þarf líka að útrétta svolítið, þannig að það er full dagskrá í dag. Og best að drattast á fætur og halda áfram að gera eitthvað af viti ;-)
sunnudagur, 9. október 2011
Góð ferð
Ljósmyndaferðin var mjög skemmtileg. Ég var að vinna fyrri part á föstudeginum og var einhverra hluta vegna ekki komin heim fyrr en um fjögurleytið. Þá átti ég eftir að útbúa nesti og það tók tímann sinn. Skera niður grænmeti í salat og súpu og steikja / sjóða kjúklingalæri til að hafa í súpunni. Auk þess hafði ég keypt harðfisk, 85% súkkulaði, hráfæðiskex og hnetur til að hafa með í nasl. Já og kindakæfu til að borða með kexinu. En af stað fór ég rétt fyrir sex og var komin austur rétt fyrir hálf átta (með stoppi til að taka bensín og nokkrum ljósmyndastoppum).
Hinar stelpurnar voru flestar komnar og allar hressar og kátar. Við borðuðum kjúklingarétt sem ein okkar hafði keypt hráefnið í og eldaði ofan í okkur. Ég var svo heppin að í honum var ekkert sem ég er með óþol fyrir, en reyndar var ríkulegt magn af púðursykri og svo sveskjur, þannig að ég fékk nú í mig slatta af kolvetnum ;) Eftir matinn sátum við og spjölluðum en fórum svo í Partý Alías, sem er spil sem ég hef aldrei spilað áður en fannst mjög skemmtilegt. Um hálf tólf leytið fór svo kokkurinn að elda eftirréttinn, sem ég bragðaði reyndar ekki á, enda var það súkkulaðikaka. Ég fór í háttinn um hálf eitt en þær hinar voru nú eitthvað lengur á fótum. Ein okkar var reyndar hálf slöpp og var farin fyrr í háttinn.
Svo vaknaði ég um áttaleytið í gærmorgun, með sinadrátt, en einhverra hluta vegna er ég alltaf að fá sinadrátt á nóttunni um þessar mundir. Ekki gaman að vakna við það. Nokkrar hinna voru vaknaðar en ekki var nú gott ljósmyndaveður, slydda eða rigning, rok og lágskýjað. Við sátum lengi við morgunverðarborðið og bara spjölluðum um heima og geima, en svo kom að því að við fórum út úr húsi að taka myndir. Það er að segja, allar nema sú sem var orðin veik, og ein önnur sem ók henni til Akureyrar. Það var leiðinlegt, en veikindi spyrja víst ekki að stund eða stað.
Regngallinn kom að góðum notum og eins var myndavélin klædd í plastpoka. Berglind var búin að undirbúa ljósmyndamaraþon, sem fór þannig fram að hver og ein dró miða sem á stóð t.d. blautt, gamalt, hreyfing, á síðasta snúningi o.fl. og áttum við að fara og taka mynd sem tengdist viðkomandi efni og koma svo aftur og draga annan miða og fá nýtt verkefni. Þetta var ótrúlega gaman, þrátt fyrir kröftugt slagveður undir lokin.
Eftir ljósmyndamaraþonið var komið að því að fá sér eitthvað í svanginn og á meðan við sátum og borðuðum gerðist hið ótrúlega. Það hætti að rigna og sólin braust fram úr skýjunum. Þá var bara eitt að gera, drífa sig aftur í útigallann og koma sér af stað í ljósmyndaferð. Áætlunin var að fara hringinn í kringum vatnið og svo í jarðböðin um fimmleytið. Ég dró í efa að við yrðum það snöggar að fara hringinn, svona ef við ætluðum að taka eitthvað af myndum, enda kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. Við stoppuðum á þónokkrum stöðum og tókum helling af myndum, en mikið var nú kalt. Ég var orðin svo köld og stíf og stirð þegar við komum loks í hús aftur - og þá var klukkan að verða hálf sjö, en ekki fimm eins og talað hafði verið um. Þær hættu reyndar við að fara í jarðböðin því þar er víst ekki gott að vera í svona miklu roki, því þá kólnar vatnið svo mikið af því þetta er svo grunnt (eða eitthvað í þá áttina).
Ég hafði alltaf ætlað heim á laugardagskvöldi því ég vissi að ég þyrfti að borga ríkulega fyrir svona útstáelsi með þreytu daginn eftir. Stelpurnar reyndu mikið að fá mig til að vera áfram en ég stóð fast á mínu. Enda var ég gjörsamlega ónýt af þreytu í dag og þá var nú eins gott að vera komin heim. En þetta var virkilega skemmtilegur túr og ég er svo ánægð með það hvað þetta er frábær félagsskapur sem ég er komin í.
Hinar stelpurnar voru flestar komnar og allar hressar og kátar. Við borðuðum kjúklingarétt sem ein okkar hafði keypt hráefnið í og eldaði ofan í okkur. Ég var svo heppin að í honum var ekkert sem ég er með óþol fyrir, en reyndar var ríkulegt magn af púðursykri og svo sveskjur, þannig að ég fékk nú í mig slatta af kolvetnum ;) Eftir matinn sátum við og spjölluðum en fórum svo í Partý Alías, sem er spil sem ég hef aldrei spilað áður en fannst mjög skemmtilegt. Um hálf tólf leytið fór svo kokkurinn að elda eftirréttinn, sem ég bragðaði reyndar ekki á, enda var það súkkulaðikaka. Ég fór í háttinn um hálf eitt en þær hinar voru nú eitthvað lengur á fótum. Ein okkar var reyndar hálf slöpp og var farin fyrr í háttinn.
Svo vaknaði ég um áttaleytið í gærmorgun, með sinadrátt, en einhverra hluta vegna er ég alltaf að fá sinadrátt á nóttunni um þessar mundir. Ekki gaman að vakna við það. Nokkrar hinna voru vaknaðar en ekki var nú gott ljósmyndaveður, slydda eða rigning, rok og lágskýjað. Við sátum lengi við morgunverðarborðið og bara spjölluðum um heima og geima, en svo kom að því að við fórum út úr húsi að taka myndir. Það er að segja, allar nema sú sem var orðin veik, og ein önnur sem ók henni til Akureyrar. Það var leiðinlegt, en veikindi spyrja víst ekki að stund eða stað.
Regngallinn kom að góðum notum og eins var myndavélin klædd í plastpoka. Berglind var búin að undirbúa ljósmyndamaraþon, sem fór þannig fram að hver og ein dró miða sem á stóð t.d. blautt, gamalt, hreyfing, á síðasta snúningi o.fl. og áttum við að fara og taka mynd sem tengdist viðkomandi efni og koma svo aftur og draga annan miða og fá nýtt verkefni. Þetta var ótrúlega gaman, þrátt fyrir kröftugt slagveður undir lokin.
Eftir ljósmyndamaraþonið var komið að því að fá sér eitthvað í svanginn og á meðan við sátum og borðuðum gerðist hið ótrúlega. Það hætti að rigna og sólin braust fram úr skýjunum. Þá var bara eitt að gera, drífa sig aftur í útigallann og koma sér af stað í ljósmyndaferð. Áætlunin var að fara hringinn í kringum vatnið og svo í jarðböðin um fimmleytið. Ég dró í efa að við yrðum það snöggar að fara hringinn, svona ef við ætluðum að taka eitthvað af myndum, enda kom í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. Við stoppuðum á þónokkrum stöðum og tókum helling af myndum, en mikið var nú kalt. Ég var orðin svo köld og stíf og stirð þegar við komum loks í hús aftur - og þá var klukkan að verða hálf sjö, en ekki fimm eins og talað hafði verið um. Þær hættu reyndar við að fara í jarðböðin því þar er víst ekki gott að vera í svona miklu roki, því þá kólnar vatnið svo mikið af því þetta er svo grunnt (eða eitthvað í þá áttina).
Ég hafði alltaf ætlað heim á laugardagskvöldi því ég vissi að ég þyrfti að borga ríkulega fyrir svona útstáelsi með þreytu daginn eftir. Stelpurnar reyndu mikið að fá mig til að vera áfram en ég stóð fast á mínu. Enda var ég gjörsamlega ónýt af þreytu í dag og þá var nú eins gott að vera komin heim. En þetta var virkilega skemmtilegur túr og ég er svo ánægð með það hvað þetta er frábær félagsskapur sem ég er komin í.
fimmtudagur, 6. október 2011
Það er til ráð við öllu nema ráðaleysi
Þessi setning sem faðir minn sagði ósjaldan, ómaði í höfðinu á mér áðan. Þannig er mál með vexti að ljósmyndaklúbburinn minn er að fara í ferð í Mývatnssveit um helgina og þær sem vilja geta gist í tvær nætur. Mig langar að fara á föstudeginum (hm, á morgun, þetta er alveg að skella á) og er búin að semja við Andra um að vinna fyrir mig á laugardaginn, þar sem þetta hitti á vinnuhelgi hjá mér. So far so good!
En þá komum við að þessu með matinn... Í ljósi kringumstæðna þá sýnist mér að ég þurfi að nesta mig í ferðina, því ekki er hægt að búast við glútein, eggja, mjólkur og gerlausu fæði ef hópurinn tekur sig saman og eldar t.d. kvöldmat á föstudeginum. Og í augnablikinu er ég eitthvað hálf ráðalaus / andlaus í þessu máli. Ég var reyndar að búa mér til þetta fína kjúklingasoð í gærkvöldi og gæti skellt í það grænmeti og niðurskornum kjúklingi og gert súpu. Þá er komin ein máltíð. Varðandi morgunmatinn þá hef ég verið að steikja beikon og hvítkál / gulrætur / tómata / spínat á pönnu og gúffa því í mig, en undanfarna morgna hefur þessi matur verið að fara eitthvað verr í mig en hann gerði í byrjun. Múslíið sem ég gerði fer ekkert alltof vel í mig heldur... Þannig að ætli ég verði ekki bara að græja sem mest af salati áður en ég fer. Gæti kannski soðið lax líka til að hafa í salati. Æ já já, þetta reddast allt saman!
En þá komum við að þessu með matinn... Í ljósi kringumstæðna þá sýnist mér að ég þurfi að nesta mig í ferðina, því ekki er hægt að búast við glútein, eggja, mjólkur og gerlausu fæði ef hópurinn tekur sig saman og eldar t.d. kvöldmat á föstudeginum. Og í augnablikinu er ég eitthvað hálf ráðalaus / andlaus í þessu máli. Ég var reyndar að búa mér til þetta fína kjúklingasoð í gærkvöldi og gæti skellt í það grænmeti og niðurskornum kjúklingi og gert súpu. Þá er komin ein máltíð. Varðandi morgunmatinn þá hef ég verið að steikja beikon og hvítkál / gulrætur / tómata / spínat á pönnu og gúffa því í mig, en undanfarna morgna hefur þessi matur verið að fara eitthvað verr í mig en hann gerði í byrjun. Múslíið sem ég gerði fer ekkert alltof vel í mig heldur... Þannig að ætli ég verði ekki bara að græja sem mest af salati áður en ég fer. Gæti kannski soðið lax líka til að hafa í salati. Æ já já, þetta reddast allt saman!
þriðjudagur, 4. október 2011
Göngutúr í Kjarnaskógi
Eftir að hafa næstum steikt á mér heilann í morgun við að reyna að færa bókhald þegar tölvan var með stæla, ákvað ég að tími væri kominn til að anda að mér hreinu lofti. Klæddi mig í kuldagallann, greip myndavélina og ók inn í Kjarnaskóg. Þ.e.a.s. ég lagði nú bílnum á bílastæðinu, bara svo það sé nú á hreinu að ég ók ekki inn í sjálfan skóginn... Komst að því að ég hef greinilega ekki gengið þarna lengi, og líklega ekkert í sumar. Fannst öll trén hafa vaxið svo ógurlega síðan ég var þarna síðast. En það er alltaf gott að komast út í náttúruna og ekki var verra að geta smellt af nokkrum myndum. Annars fannst mér gróðurinn vera að verða ósköp grár, svona í heildina séð, en auðvitað eru jú líka sígræn tré þarna í stórum stíl.
mánudagur, 3. október 2011
Svo ótrúlega ánægð með leikfimina
Já ég er alveg svakalega ánægð með að hafa drifið mig í þessa vefjagigtarleikfimi. Ég man eftir því að hafa séð þetta auglýst í fyrrahaust, en tímarnir hentuðu mér svo illa af því ég vinn til skiptis fyrir og eftir hádegi. Núna er ég komin í það lélegasta form sem ég hef á ævinni verið í, og fæ meira að segja millirifjagigt af því að synda, svo ég sá að við svo búið mátti ekki standa. Ákvað að hafa samband við hana Eydísi sem sér um leikfimina og athuga hvort ég gæti fengið að flakka milli morgun- og eftir hádegishóps, allt eftir því hvernig vinnuplanið mitt er. Ég lýsti mínu ástandi sjálfsagt svo hræðilega, að hún hefur ekki getað annað en sagt já við þessu. Að minnsta kosti samþykkti hún þetta og svo samþykkti Sunna að koma aðeins fyrr í vinnuna þá daga sem leikfimin byrjar kl. 14 (sem er einu sinni í viku), og þá var leiðin greið fyrir mig. Eini gallinn er sá að við Sunna notum oft tímann milli 14 og 15/16 til skrafs og ráðagerða, en ég var komin á það stig að nú varð ég bara að láta heilsuna hafa forgang. Það er hvort sem er afar takmarkað gagn að mér í vinnu þegar ég er alveg handónýt af þreytu og verkjum.
Ég er sem sagt mjög sátt við þær breytingar sem ég er að gera hjá mér varðandi hreyfingu og mataræði. Ekki segi ég nú samt að þetta með mataræðið sé létt, og þá sérstaklega vegna þess að ég er jú ekki bara að taka út t.d. glútein og borða annað mjöl, ég er að taka út allar kornvörur með það að markmiði að sleppa við blóðsykur-rússíbanann. En vá hvað ég hefði viljað getað haldið áfram að borða egg og osta... Valur var að grilla hamborgara í kvöld og var að rífa ost ofan á og það lá við að ég tæki ostaskerann og fengi mér eina sneið, bara svona alveg óvart. Minn hamborgari var sem sagt borðaður "allsber" með blómkáli, gulrótum og beikoni. Ekkert hamborgarabrauð, engin hamborgarasósa (inniheldur egg) og enginn ostur ofaná.
Í hádeginu græja ég mér salat ef ekki eru til neinir afgangar af kvöldmatnum frá því deginum áður. Bara verst að það tekur ótrúlega langan tíma að skera niður í salat (eða ég er svona hægfara) og í morgun ætlaði ég að mæta uppúr níu í vinnuna til að vinna í bókhaldi, en var óralengi að skera salat og kom því seinna í vinnuna en ég ætlaði. Þyrfti náttúrulega að gera þetta kvöldinu áður en ... hm sjáum til með það.
Og nú er ég farin að sofa.
Ég er sem sagt mjög sátt við þær breytingar sem ég er að gera hjá mér varðandi hreyfingu og mataræði. Ekki segi ég nú samt að þetta með mataræðið sé létt, og þá sérstaklega vegna þess að ég er jú ekki bara að taka út t.d. glútein og borða annað mjöl, ég er að taka út allar kornvörur með það að markmiði að sleppa við blóðsykur-rússíbanann. En vá hvað ég hefði viljað getað haldið áfram að borða egg og osta... Valur var að grilla hamborgara í kvöld og var að rífa ost ofan á og það lá við að ég tæki ostaskerann og fengi mér eina sneið, bara svona alveg óvart. Minn hamborgari var sem sagt borðaður "allsber" með blómkáli, gulrótum og beikoni. Ekkert hamborgarabrauð, engin hamborgarasósa (inniheldur egg) og enginn ostur ofaná.
Í hádeginu græja ég mér salat ef ekki eru til neinir afgangar af kvöldmatnum frá því deginum áður. Bara verst að það tekur ótrúlega langan tíma að skera niður í salat (eða ég er svona hægfara) og í morgun ætlaði ég að mæta uppúr níu í vinnuna til að vinna í bókhaldi, en var óralengi að skera salat og kom því seinna í vinnuna en ég ætlaði. Þyrfti náttúrulega að gera þetta kvöldinu áður en ... hm sjáum til með það.
Og nú er ég farin að sofa.
sunnudagur, 2. október 2011
Bjartsýna Guðný dottin í svartsýni
Sem er náttúrulega alveg bannað!! Einhver þreyta í kellu yfir öllu þessu ástandi og eftir að hafa staðið mig eins og hetja í nýja mataræðinu alla vikuna langar mig bara í sykur, sykur og aftur sykur. Sem sagt langar í smá huggunarát og til að láta undan þeirri löngun er ég að spá í að baka smákökur. Engar venjulegar smákökur samt, heldur eru þær lausar við hveiti, egg og mjólkurvörur. En með 70% súkkulaði ;-)
laugardagur, 1. október 2011
Pottar og prik 5 ára
Já það er víst sama hver á afmæli, alltaf kemur sú staðreynd upp í hugann, hvað tíminn líður svakalega hratt. Ef einhver hefði spurt mig og ég svarað án þess að hugsa mig um, þá hefði ég ábyggilega giskað á að það væru ca. 3-4 ár síðan við Sunna keyptum verslunina Daggir af pabba hennar og breyttum í Potta og prik. Tíminn hefur sem sagt flogið áfram og þessi 5 ár eru lengsti vinnutími minn á sama stað, merkilegt nokk. Þrátt fyrir kreppu og samdrátt í kjölfarið, erum við bara nokkuð brattar og ég er bjartsýn á framhaldið. Við fáum líka mikið af jákvæðum athugasemdum frá viðskiptavinum sem eru ánægðir með verslunina og vöruúrvalið. Það yljar í hvert einasta sinn.
Og nú er ég ótrúlega andlaus í augnablikinu og sýnist að ég sé ekki að skrifa meira í bili. Kannski seinna í dag...
Og nú er ég ótrúlega andlaus í augnablikinu og sýnist að ég sé ekki að skrifa meira í bili. Kannski seinna í dag...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)