Töluvert var um fólk úti að ganga og blessuð dýrin lágu víða og sleiktu sólskinið. Fyrst gekk ég fram hjá stórum hvítum ketti (sennilega blanda af persneskum og venjulegum heimilisketti) sem hafði lagt sig uppi á húddinu á rauðum smábíl og hvítur feldurinn gljáði í sólinni og var svo fallegur á þessum rauða grunni.
Skömmu síðar gekk ég framhjá hundi sem lá með höfuðið ofan á framlöppnum, úti á tröppum fyrir utan húsið sitt. Hann var þó snöggur að reisa sig upp og hnusa út í loftið þegar ég gekk fram hjá honum. Hefur kannski fundið kattalykt af mér??
Þegar ég kom svo aftur heim eftir að vera búin að sækja kaffið þá var nágranni minn að klippa hekkið hjá sér og uppi á leikvellinum fyrir aftan hjá okkur voru börn að leik. Niðurstaðan: Það er komið vor! Bara spurning hvað það endist lengi í þetta sinn?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli