föstudagur, 4. febrúar 2005

Keppnisferðir

eru mun algengari í íþróttum í dag heldur en þegar ég var ung. Andri er t.d. að fara í aðra ferðina sína í vetur, suður yfir að heiðar, að keppa í handbolta. Af því pistill gærdagsins fjallaði nú einu sinni um kostnað við íþróttaiðkun barna og unglinga, þá upplýsist hér með að bara bílferðin suður + gistingin kostar 5.900 krónur. Þá er matarkostnaður ótalinn en ég fór í Bónus áðan og keypti helstu nauðsynjar (felast aðallega í ostaslaufum, pítsusnúðum, kexi og appelsínusafa) fyrir u.þ.b. 2000 krónur. Þá eiga þeir eftir að kaupa mat (veðja helst á pítsur og hamborgara) á laugardeginum og sunnudeginum áður en haldið er heim. Ferðin kostar þannig að lágmarki 10.000 krónur. En við höfum sem betur fer efni á þessu og Andri hefur gaman af þessu þannig að þá er nú tilganginum náð.

Ísak var sem sagt í samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði eins og allir fjórðu bekkingar í landinu. Þegar ég spurði hvernig hefði verið í prófinu í dag svaraði hann "Ekkert leiðinlegt". Ef honum tækist nú að halda þessu viðhorfi upp í gegnum grunnskólann...

Engin ummæli: