fimmtudagur, 24. febrúar 2005

Við vorum með næturgesti

síðustu tvær næturnar, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Gestirnir voru hér á Akureyri í ákveðnum erindagjörðum og voru því ekki í húsinu nema rétt yfir blánóttina. Ég hitti þau að vísu á morgnana en þá var Valur og annað heimilisfólk farið í vinnu og skóla. Valur hitti þau sem sagt aldrei - og ekki nóg með það - hann hefur aldrei hitt þau því ég kynntist þeim á námskeiði í Reykjavík (þar sem hann var ekki). Þannig að þegar þau fóru þá spurði ég auðmjúklega hvort ég mætti ekki taka mynd af þeim, til að sýna Val hvernig þau litu út og sanna að við hefðum raunverulega haft gesti þó hann enginn hefði séð þá nema ég.... En rafhlaðan var tóm í stafrænu myndavélinni svo ég tók myndina á gamla Canon vél með filmu í. Eini gallinn er sá að filman hefur verið í vélinni í amk. tvö ár og ég er ennþá bara hálfnuð með hana, þannig að það gætu liðið önnur tvö ár þangað til Valur sér hvernig næturgestirnir litu út ;-)

Engin ummæli: