mánudagur, 7. febrúar 2005

Mikið sem tölvutæknin

er frábær! Sit og spjalla við Önnu systur mína í Noregi á MSN en ég er nýbúin að setja það upp í tölvunni hjá mér. Ég er reyndar líka búin að setja upp Skype en Anna á eftir að sækja þá snilld á netið. Jú, ég á reyndar eftir að kaupa mér heyrnartól líka. Hugsa sér að það eru innan við 10 ár síðan við tókum netið í notkun og núna gæti maður ekki ímyndað sér lífið án þess. Meira að segja mamma og hennar maður (en þau eru bæði í kringum áttrætt) eru alvarlega að íhuga að fá sér nettengingu en þau eiga nú þegar þrjár tölvur. Já, þrjár! Þau erfa nefnilega alltaf gömlu tölvurnar frá börnunum sínum og jafnvel frændum og frænkum...
Eini gallinn er sá að mamma kann ekkert rosalega mikið á þessar græjur og hún á það til að hringja og spyrja mig ráða þegar hún fær einhver skilaboð á skjáinn sem hún skilur ekki. Þá hleypur hún úr símanum og les á skjáinn og kemur svo aftur og segir mér hvað stóð - en skilaboðin eru á ensku og framburðurinnn svona alla vega hjá henni, þannig að stundum hef ég ekki hugmynd um það hvert vandamálið er. En stundum get ég aðstoðað hana og þá líður mér voða vel á eftir ;-)

Engin ummæli: