Þrátt fyrir þessar pælingar viðurkenni ég fúslega að mér er orðið svo tamt að "halda andlitinu" út á við að kannski geri ég mér ekki einu sinni almennilega grein fyrir því hvernig mér líður í raun og veru. Ef við tökum atvinnumálin mín sem dæmi, þá verð ég líklega atvinnulaus þegar vorar, en hef ekki viljað horfast í augu við sannleikann og látið eins og það sé nú ekkert vandamál. Mér hljóti að leggjast eitthvað til o.s.frv. Sannleikurinn er hinsvegar sá að ég er skíthrædd um að fá bara aldrei neina vinnu við mitt hæfi, ég er skíthrædd um að verða atvinnulaus í lengri tíma, ég er skíthrædd um að verða stimpluð sem algjör lúser............og svona mætti lengi telja.
Svo fær maður bara alls kyns streitueinkenni, svo sem hjartsláttartruflanir, svefntruflanir, meltingartruflanir o.s.frv. og skilur ekkert í því hvernig standi á þessu. Því það er jú ekkert að hjá mér!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli