Þetta er sem sagt ekki skemmtileg staða að vera í en með því að fara í leikfimi þrisvar til fjórum sinnum í viku (passa samt að reyna ekki of mikið á mig), gæta þess að ég fái nægan svefn, borða hollan mat (sem bóndinn eldar fyrir mig eins og honum er einum lagið) og sætta mig við takmarkanir mínar hefur ástandið lagast töluvert og góðu tímabilin eru yfirleitt mun lengri en þessi slæmu. Samt verð ég alltaf jafn hrikalega spæld í hvert sinn sem mér "slær niður" og sennilega eru það þessi vonbrigði sem brjótast út hérna á blogginu.
Svo má alltaf deila um það hvers konar miðill þetta blessað blogg er. Hvers konar upplýsingar um eigin hagi maður á að setja á síðuna sína? Hversu persónulegur maður á að vera? Langar einhvern yfirhöfuð til að lesa um mína þreytu?
Við því hef ég ekkert svar. En það sama gildir um bloggið og sjónvarpið: Það er alltaf hægt að slökkva ef manni leiðist dagskráin ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli