Annars er ég á fullu að klára allt sem þarf að gera áður en maður fer í frí. Borga reikninga sem gjaldfalla á meðan við erum úti, prenta út rafrænu farseðlana, panta bílaleigubíl, þvo föt og pakka niður. Tók mér nú samt tíma til að fara í sund í morgun, þvílíki lúxusinn sem það er að geta farið í þessar útisundlaugar okkar. Veðrið var alveg frábært, nánast logn og 3ja stiga frost. Sólin var að koma upp og allur gróður var hulinn ísnálum frá því í þokunni og frostinu í gær. Enda voru margir úti að taka myndir í gær, veðrið var svo sérstakt.
Ísak var á Þelamörk í nótt með fótboltanum (KA) og kom MJÖG þreyttur heim í morgun, enda voru þeir búnir að spila sex leiki, fara í sund og leika sér. Hann sagðist að sitt lið hefði unnið tvo leiki og tapað fjórum en það hefði verið allt í lagi. Verra var það með sigurliðið, það tapaði nefnilega leiknum á móti Ísaks lið og þá vildi ekki betur til en svo að flestir leikmennirnir fóru að hágráta!