Dagurinn í dag fór í "Shop till you drop" leiðangur og stóð ég vart í fæturnar að honum loknum. Afraksturinn var þó harla lítill og ekki til að hreykja sér af. Fór að vísu í Húsgagnahöllina og Ikea en síðan var Kringlan næst á dagskrá. Markmiðið var að finna gallabuxur á mig en þrátt fyrir ótrúlegan skammt af þolinmæði af minni hálfu og þá staðreynd að ég þræddi hverja einustu búðarholu á svæðinu tókst mér ekki að finna buxur sem pössuðu á mig. Fyrir það fyrsta þá vil ég ekki buxur þar sem strengurinn situr svo lágt að hann nemur við skapahárin (sem takmarkar úrvalið um ca. 90%) og í öðru lagi langar mig ekki í rifnar, götóttar eða buxur sem líta út fyrir að vera skítugar. Ergo: ég passa ekki inn í markhópinn fyrir gallabuxur! Vil samt taka það fram að í Gallabuxnabúðinni fékk ég góða þjónustu og þar fengust m.a. buxur sem náðu nægilega langt upp á magann til að teljast siðsamlegar en sniðið bara passaði ekki á mig. Sorry!
Hvað um það - það kemur dagur eftir þennan dag - líka í gallabuxunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli