Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja svona ákvörðunum en ég er þeirrar skoðunar að öll reynsla sem við öðlumst í lífinu geti gagnast okkur, svo hver veit, kannski eitthvað frábært komi út úr þessu síðar meir. Já, það var lagið Pollýanna mín! Ég hef auðvitað vinnu fram á vorið við að kenna en hvað síðan tekur við - tja - hef ekki hugmynd.
Hér hefur verið fremur kalt í dag, ég hef svona rétt fundið fyrir því þegar ég hef skreiðst inn og út úr bílnum en þau undur og stórmerki gerðust í dag að Ísak samþykkti að fara í ullarpeysu í fjallið, þannig að meira að segja hann hefur gert sér grein fyrir kuldanum. Hann fór á brettanámskeið með tveimur vinum sínum, bræðrunum Jóni Stefáni og Patreki, og kom aldeilis sæll og glaður heim aftur.
Fleira er ekki í fréttum að sinni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli