mánudagur, 4. febrúar 2013

Meira um mat


Við erum alltaf á höttunum eftir nýjum mataruppskriftum sem henta fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Eftir því sem færri búa heima og Ísak stækkar þá er orðið auðveldara að finna slíkar uppskriftir, auk þess sem maður kannski áttar sig betur á því með tímanum hvað er líklegt til vinsælda.

Um daginn sá ég fiskuppskrift á bloggi sem heitir eldhussogur.com og sendi hana á Val í tölvupósti. Í kjölfarið fór hann að skoða bloggið og fann þar kjúklingauppskrift með chorizo pylsu og fleira góðgæti. Þar sem við höfðum ætlað að panta kjúklingabollur með chorizo pylsu á veitingastað um daginn, en þegar til kom reyndist rétturinn innihalda kjúklingabaunir, þá vorum við pínu spennt að prófa þessa uppskrift. Þannig að Valur keypti inn og eldaði þennan fína kjúklingarétt á sunnudagskvöldið. Okkur fannst þetta mjög góður matur og það fannst Ísaki líka, svo allir voru glaður. En rétturinn heitir Chilikjúklingur með chorizo pylsu, kirsuberjatómötum og rótargrænmeti, svona ef einhver hefur áhuga á að prófa.

Hm, ljósmyndin var nú ekki tekin sérstaklega með það í huga að sýna hana á blogginu, þá hefði ég "stíliserað" þetta aðeins betur, hehe ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nema kryddmagnið var aukið talsvert enda meira við hæfi í Vinaminni.
HH