fimmtudagur, 21. febrúar 2013

Blogg fyrir Val ;-)

Hann skilur (vonandi) hvað ég á við ... ;-)


Annars er það helst í fréttum að það virðist bara hafa gert mér gott að væla aðeins. Að minnsta kosti komu alveg nokkur augnablik í dag þar sem mér leið eins og eðlilegri manneskju - og vá hvað það var gott! Kannski öll þessi hvíld sé bara loks að skila árangri. Tja, það má alla vega vona ...

Ég fór í leikfimi í morgun og gekk bara nokkuð vel. Af því ég vinn til skiptis fyrri og seinni part dags, þá fæ ég að hoppa á milli fyrri og seinni parts tíma í leikfiminni. Morguntímarnir hafa reynst mér frekar erfiðir eftir jól, og þá aðallega vegna þess að ég fæ gjarnan svima. Ég fékk að vísu líka svima í morgun í eitt skipti þegar ég stóð aðeins of snögglega upp, en að öðru leyti gekk tíminn mjög vel. Þetta var líka rólegri tími heldur en síðast. Þá lét hún okkur gera svo miklar þolæfingar + æfingar með teygjum að ég var í tvo daga að jafna mig eftir lætin.

Eftir leikfimina fór ég svo heim og sótti myndavélina mína og smellti af nokkrum myndum niðri við sjóinn. Ég var nú bara örstutta stund en það var samt svo dásamlegt að vera úti og anda að sér fersku sjávarloftinu. Ekki spillti fyrir að sólin skein og endurkastaðist af Pollinum, svo það var mikil birta úti. Svo fór ég í bakaríið og keypti pítsusneið handa Ísaki sem er veikur heima.

Áðan pantaði ég mér svo ferð suður um þarnæstu helgi. Ég var búin að vera alltof lengi að ákveða mig varðandi brottför og heimkomu, en ákvað loks að fara bara suður á föstudagskvöldinu. Þá þarf ég ekki að láta vinna fyrir mig á föstudeginum og hef samt allan laugardaginn og fram til kl. 15 á sunnudeginum með Önnu systur. Svo skrifaði ég Rósu vinkonu og fæ gistingu hjá henni. Sem er frábært því þá næ ég að hitta hana líka. Það er orðið svo voðalega langt síðan við hittumst síðast.

Og já já kannski ég ætti að hætta að slæpast svona í vinnutímanum og fara að gera eitthvað gáfulegt. Svona eins og að vinna í bókhaldi t.d.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nauðsyn er að sigla, en nauðsyn er og að nefna hið óvenju mikla ágæti myndarinnar er fylgir textanum,
HH

Nafnlaus sagði...

Nauðsyn er að sigla, en nauðsyn er og að nefna hið óvenju mikla ágæti myndarinnar er fylgir textanum,
HH