laugardagur, 23. febrúar 2013

Að pakka fyrir ferðalög

er eitt af því sem hefur löngum vafist fyrir mér og öðrum. Yfirleitt endar það með því að ég tek alltof mikið af fötum með mér en einstaka sinnum hefur það reyndar snúist upp í andhverfu sína og mig hefur vantað föt við hæfi. Í gær rakst ég á skemmtilega vefsíðu sem er tileinkuð einmitt þessu vandamáli. Síðan heitir Travel Fashion Girl og þar er hægt að finna alls konar mismunandi lista yfir fatnað sem hentar að taka með sér í ferðalög, allt eftir því hvert ferðinni er heitið og hve mikinn fatnað viðkomandi vill taka með sér. Ef smellt er á tengilinn hér þá má t.d. sjá fatnað sem hentar fyrir ferðalag til Evrópu, sé flogið með lággjaldaflugfélagi (= lítill farangur) að vetri til.

4 ummæli:

Anna S. sagði...

Mér finnst þetta vera frekar spennandi "viðmót" eða hvað það nú heitir.... Ég hef svo gaman af myndunum þínum og svo finnst mér letrið minna svolítið á gömlu ritvélarnar. En held að letrið hefði verið minna spennandi ef ekki væru myndirnar (mín skoðun)
Hvaða leturgerð er þetta?

Guðný Pálína sagði...

Letrið hetir "Inconsolata" og já það minnir einmitt á gömlu ritvélarnar, pínu gamaldags kannski. En já það er gaman að breyta aðeins til með útlitið á blogginu :)

Anna S. sagði...

En letrið er skemmtilegt með myndunum!!!

Guðný Pálína sagði...

Það er nú samt svo skrítið að þetta letur sést ekki í chrome vafranum niðri í vinnu, en ég er með chrome vafra hér heima og allt í góðu. Þetta átti að vera "web safe" hélt ég en kannski er það ekki raunin. Ekki að það skipti öllu máli svosem ...