föstudagur, 22. febrúar 2013

Á Gáseyri í dag


Þrátt fyrir að sófinn kallaði hástöfum á mig þegar ég kom heim úr vinnunni í dag, þá lét ég eins og ég heyrði ekki í honum, og dreif mig þess í stað út með myndavélina. Það var náttúrulega ekki næstum eins flott veður eins og í fyrradag þegar mig langaði út, en hressandi var það samt. Ég var nærri klukkutíma úti og gekk í þúfum, á rennblautum ís og svörtum sandi, enda finn ég fyrir því núna í hjám og mjömum ... hehe.

Í fyrramálið er svo námskeiðið í ritlist í Hofi og vinna seinni partinn. Bara fullt prógramm hjá gömlu.

2 ummæli:

ella sagði...

Viltu bara gjöra svo vel að passa þig í hálkunni!

Guðný Pálína sagði...

Já Ella, þó ég segi sjálf frá, þá passaði ég mig alveg sérstaklega vel. Bæði nýbúin að lesa um þínar hrakfarir, og eins er dóttir mín ökklabrotin, svo það er næg ástæða til að gæta sín.