fimmtudagur, 14. febrúar 2013

Einfaldara líf í fataskápinn

Hm, þetta hljómar nú hálf undarlega hjá mér. En fyrir ekki svo löngu síðan var ég að skrifa hér á bloggið um "Simple living" stefnuna og það að fólk gæti hugsanlega lifað betra lífi með því að eiga færri hluti. Það er hægt að leika sér með þetta hugtak á marga vegu og ein leiðin er t.d. að kaupa minna af fötum. Losa sig við föt sem maður notar ekki og kaupa bara ný föt sem ganga með þeim sem maður á fyrir. Áðan rakst ég á myndband sem sýnir viðtal við konu sem notar sömu fötin í þrjá mánuði, en ekki bara það, heldur einskorðar hún sig við að nota bara 33 stykki af fatnaði í þrjá mánuði í einu. Í viðtalinu sýnir hún í fataskápinn sinn og hvernig hægt er að komast af með svona fá fataplögg, sé maður nógu duglegur að velja saman fatnað út frá litum og notagildi. Og svona ef einhver hefur áhuga ... þá er myndbandið hér.



Engin ummæli: