þriðjudagur, 23. október 2012

Einu sinni var ...

Once upon a time ... by Guðný Pálína
Once upon a time ..., a photo by Guðný Pálína on Flickr.
Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér, hverjir hafi áður fyrr búið í þeim húsum, sem núna eru eyðibýli. Þetta litla hús fundum við Valur við Fáskrúðsfjörð (ekki nálægt kauptúninu sjálfu, heldur nær fjarðarmynninu sunnan megin í firðinum). Og eins og flestir áhuga-ljósmyndarar þá erum við pínu veik fyrir eyðibýlum, og "þurftum" þar af leiðandi að stoppa, ganga þarna um og taka eitthvað af myndum í leiðinni.

Ég klikkaði alveg á því í sumar að skrifa ferðasögu úr ferðinni okkar Vals austur á land. Undanfarið hef ég verið að skoða myndir úr þessari ferð og þess vegna eru þær að detta hér inn á bloggið, ein og ein.

Annars er ég bara svo ógurlega glöð núna :-) Ástæðan er sú að ég er loks að skána af pestinni sem var að hrjá mig. Í gær var ég hins vegar alveg að tapa glórunni. Þá var ég búin að vera alveg skelfilega slöpp og drusluleg síðan á fimmtudag, en í dag fór ég loks að sjá til sólar á ný, svona heilsufarslega séð. Þar sannaðist enn einu sinni að oft er stutt á milli gráturs og hláturs.

2 ummæli:

ella sagði...

Það hafa tæplega verið margir rúmmetrar á mann í þessum húsakynnum.

Guðný Pálína sagði...

Það var nú einmitt það sem við vorum að hugsa. Held að þetta sé minnsta einbýlishús sem ég hef séð um ævina. En miðað við hvað fólk bjó oft þröngt hér áður fyrr þá gæti maður alveg ímyndað sér að þarna hafi búið nokkuð stór fjölskylda.