fimmtudagur, 25. október 2012

ÁLFkonur eru með ljósmyndasíðu á facebook


Og nýlega var ákveðið að blása aðeins meira lífi í síðuna, á þann hátt að við yrðum duglegri að setja inn myndir. Fyrir þá sem eru með facebook aðgang og hafa gaman af því að skoða ljósmyndir, endilega gerið "like" á síðuna.

Einhverra hluta vegna hef ég verið hálf feimin við að setja myndir inná þessa síðu, en skellti fyrstu myndinni inn í kvöld. Það er reyndar sama mynd og birtist hér með þessari færslu. Hún er tekin þegar við Valur vorum á heimleið eftir ferðina austur, í júlílok í sumar.

Þá tókum við á okkur smá krók til að koma frúnni á klósett á Möðrudal... og stoppuðum þar nálægt og smelltum af nokkrum myndum. Á svipuðum slóðum rákumst við líka á þessar fallegu geitur sem lágu í makindum sínum á malarþúfu. Eins og sjá má, er Drottning íslenskra fjalla þarna í baksýn. Endilega smella á myndirnar, þá opnast þær stærri.6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínar myndir og bittelítið öðruvísu en margar af svæðinu þar sem klisjurnar klára flestar myndir
Halur

Guðný Pálína sagði...

Það er þá tilbreyting fyrir mig að taka eitthvað annað en klisjumyndir ... Greinilega undir áhrifum meistarans ;o)

Nafnlaus sagði...

Hef verið að skoða ljósmyndasíðuna þína og finnst myndirnar mjög vel teknar ( er ekki á facebook ). Finnst reyndar að þú hafir alveg sérstaka hæfileika til að taka blómamyndir, sem ég hef oft dáðst mjög að hjá þér. Bestu kveðjur, Þórdís.

Guðný Pálína sagði...

Takk Þórdís :) Þú hefur áður nefnt þetta með blómamyndirnar en ég er bara ekki að standa mig í stykkinu með að taka þannig myndir ;) Hef reyndar tekið afskaplega fáar myndir á þessu ári miðað við síðustu ár, veit ekki alveg hvað veldur.

Nafnlaus sagði...

I know this if off topic but I’m looking into starting my own blog and was wondering what all is needed to get setup? I’m assuming having a blog like yours would cost a pretty penny? I’m not very internet smart so I’m not 100% sure. Any suggestions or advice would be greatly appreciated.

Guðný Pálína sagði...

No it is totalle free to have a blog at blogger.com, you just make an account and decide on how you want your blog to look like. There are different free templates you can pick from. Then you can also change the template you choose, as I have done, but it's not really that difficult. Good luck!