og klukkan er orðin hálf ellefu. Þegar ég segi snemma þá meina ég að vera komin í háttinn uppúr hálf tíu. En ég sat nú bara sem fastast við tölvuna á þeim tímapunkti og þá bað Andri mig að skutla sér og vini sínum út í bæ. Ég vildi náttúrulega ekki vera leiðinleg mamma svo ég játaði því. Og þá hringdi líka Valur sem er á hóteli í Reykjavík í nótt, á leið til Tromsö á morgun. Svo við spjölluðum aðeins og svo keyrði ég strákana og svo kom ég heim og settist aftur fyrir framan tölvuna, í stað þess að drífa mig beint í háttinn. Ætlaði bara aðeins að kíkja aftur á lögin fyrir morgundaginn, en ég held að ég geri það frekar í fyrramálið.
Tónleikarnir byrja klukkan fjögur en við eigum að mæta klukkan tvö. Ég hef þarf eiginlega að skipuleggja matarinntöku dagsins, svo ég verði mátulega södd þegar tónleikarnir byrja og lendi ekki í sykurfalli. Ætli ég fái mér ekki haframjöl í morgunmat, orkuhristing um eittleytið og taki svo með mér grænan safa (sem ég geri sjálf) til að drekka rétt áður en tónleikarnir byrja.
Já og ég er sem sagt pínu stressuð yfir þessu en vona að það hristist af mér á æfingunni á morgun. Ég kann textana svona nokkurn veginn og svo fáum við að hafa litlar möppur með okkur til að líta í ef við erum alveg týndar í textanum. Og ég er ekki að láta sópran 1 trufla mig jafn mikið lengur, sem er gott. Hins vegar sýnist mér það ekki eingöngu vera vandamál hjá mér. Það lá nú við slagsmálum um daginn þegar tvær konur vildu hvorug vera við hliðina á sópran 1 á æfingu. En ég var þar á síðustu æfingu og náði alveg að einbeita mér að mínum söng (já eða svona næstum því að minnsta kosti :)
En nú er ég farin í háttinn, góða nótt.
Tónleikarnir byrja klukkan fjögur en við eigum að mæta klukkan tvö. Ég hef þarf eiginlega að skipuleggja matarinntöku dagsins, svo ég verði mátulega södd þegar tónleikarnir byrja og lendi ekki í sykurfalli. Ætli ég fái mér ekki haframjöl í morgunmat, orkuhristing um eittleytið og taki svo með mér grænan safa (sem ég geri sjálf) til að drekka rétt áður en tónleikarnir byrja.
Já og ég er sem sagt pínu stressuð yfir þessu en vona að það hristist af mér á æfingunni á morgun. Ég kann textana svona nokkurn veginn og svo fáum við að hafa litlar möppur með okkur til að líta í ef við erum alveg týndar í textanum. Og ég er ekki að láta sópran 1 trufla mig jafn mikið lengur, sem er gott. Hins vegar sýnist mér það ekki eingöngu vera vandamál hjá mér. Það lá nú við slagsmálum um daginn þegar tvær konur vildu hvorug vera við hliðina á sópran 1 á æfingu. En ég var þar á síðustu æfingu og náði alveg að einbeita mér að mínum söng (já eða svona næstum því að minnsta kosti :)
En nú er ég farin í háttinn, góða nótt.
2 ummæli:
Gangi þér vel á tónleikunum í dag. Næst verður þetta bara gaman!!! Anna systir
Takk Anna mín :)
Skrifa ummæli