Svo eru aðrir tónleikar eftir hálfan mánuð. Þá syngur einsöngvari með okkur og ég veit að það verða a.m.k. tvö ný lög sem engin okkar hefur sungið áður + örugglega einhver lög sem þær kunna og ég ekki, svo ég veit nú ekki alveg hvort ég ætla að vera með þeim þá. En ég sé til. Þetta er að minnsta kosti alveg afskaplega skemmtilegt og gefandi. Við fengum til dæmis mikið lófaklapp þegar við sungum lagið hans Megasar, Tvær stjörnur, enda er það alveg sérlega fallegt lag og texti.
Jæja, annars er allt með kyrrum kjörum. Ég spjallaði áðan bæði við Val og Hrefnu á skype og svo ætlaði ég að fara að færa bókhald en er eiginlega ekki að nenna því núna. Það er líka gott að slappa aðeins af. Ísak fór í bíó með vini sínum og Andri er niðri að horfa á sjónvarpið. Máni liggur í kjöltunni á mér og Birta sefur á ofninum. Þvottavélin var að klára að vinda, svo það er best að ég komi mér í að hengja upp úr henni. Svo ætla ég að reyna að fara snemma að sofa í kvöld enda löng vika framundan. Það lítur út fyrir að við Sunna þurfum að dekka vinnuna alfarið um næstu helgi því Silja (nýi starfsmaðurinn okkar) er að fara í skátaútilegu, Andri verður kominn til Tromsö og Anna ætlar að vera í laufabrauði. Þessa dagana erum við endalaust að panta vörur + taka upp vörur + afgreiða viðskiptavini (já og ég þarf að vinna bókhaldið fyrir 5. des) og þetta er svolítið "over the top" svona miðað við aðra tíma ársins. Það er helst að júlí og fyrripartur ágúst komist í hálfkvisti við þennan tíma, en álagið mætti gjarnan vera aðeins jafnara, svona fyrir mína parta. Ég er þó að gera allt sem ég get til að halda dampi, s.s. að borða hollt, og reyna að hvíla mig vel, en það síðarnefnda gengur nú misvel. Sérstaklega þar sem ég verð svo upprifin og á bæði erfitt með að sofna á kvöldin + að ég vaknaði t.d. klukkan hálf fimm á föstudagsmorguninn og náði ekkert að sofna aftur. En nú ætla að að reyna að græja einhverjar slökunarspólur og taka með mér í háttinn.
Lýkur hér með þessu "í belg og biðu" bloggi.
2 ummæli:
Það er náttúrulega engin spurning að þú verður með á tónleikunum 5. des. Annaðhvort er maður með eða maður er ekki með. Það finnst mér allavega hvað kórstarf varðar. Maður verður svo ótrúlega fljótt utanveltu ef maður er ekki með í öllu. Þetta er allt annað líf núna í vetur að vera ekki ný og hafa séð flest lögin áður. Þannig að það er bara að kýla á þetta og halda út!
Já mig langar að vera með, það er bara blessuð vinnan sem setur smá strik í reikninginn þessa dagana. En jú ég mun amk sjá til hvort þetta sleppur ekki allt til hjá mér :)
Skrifa ummæli