En já, ég ítreka það að ég er virkilega ánægð að hafa drifið mig í þennan kór. Bæði fæ ég mikla ánægju af að syngja og eins er þetta skemmtilegur félagsskapur. Ég kynnist fullt af nýjum konum + endurnýja kynnin við aðrar, eins og hana Ingu Möggu sem ég vann með fyrir 27 árum síðan. Og þær Kamillu og Unu sem voru með mér í sjúkraliðanáminu. Þetta var einmitt það sem mig vantaði. Eini gallinn er sá að lögin hætta aldrei að óma í höfðinu á mér eftir æfingar, svo það verður líklega erfitt að sofna á eftir. En já ætli þau sitji ekki bara ennþá betur í mér fyrir vikið.
Annars er frídagur hjá mér á morgun og líklega verð ég að passa uppá að slappa aðeins af og hvíla mig. Ég var búin að upphugsa hitt og þetta sem ég ætlaði að gera, en þar sem það er langt í næsta frídag þá er víst eins gott að vera ekki með nein læti og hugsa frekar um að hlaða batteríin. En ég þarf að vakna með Ísaki í fyrramálið og ætli ég fari þá ekki í sund. Tja nema ég leggi mig aftur... Svo þori ég ekki öðru en hringja í Andra og tékka á því hvort hann verði ekki örugglega vaknaður þarna í Reykjavíkinni, þannig að hann missi ekki af flugrútunni til Keflavíkur. Ég er pínu stressuð með það því hann er jú búinn að snúa sólarhringnum svo gjörsamlega við og er bara nýsofnaður um níuleytið á morgnana. Jæja smá ýkjur kannski, en ætli hann sé ekki að sofna svona um fimmleytið cirka.
Úff, ég er alltof upprifin eftir þessa kóræfingu og ekki séns að fara að sofa. Verð nú samt að reyna það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli