fimmtudagur, 27. mars 2008

Snilldarvefsíða

Eitt af því sem vefst oft mikið fyrir fólki er að ákveða hvað á að vera í matinn hverju sinni. Það getur beinlínis verið streituvaldandi - eða dregur a.m.k. ekki úr streitu - að vita að það á eftir að ákveða með kvöldmatinn. Minnsta málið er að kaupa inn og elda sjálfan matinn (segi ég... auðvelt fyrir mig að segja þetta þar sem Valur eldar). En á einhverju vafri mínu um bloggheima datt ég niður á snilldarvefsíðu þar sem hægt er að velja hversu oft í mánuði maður vill borða ákveðnar matartegundir og svo er forrit sem setur saman matseðil mánuðarins í framhaldinu og kemur með uppskriftir að réttunum. Hægt er að biðja um uppástungur að öðrum réttum ef manni líst ekki á það sem í boði er þann daginn. Á síðunni eru líka upplýsingar um tilboð verslana hverju sinni og uppástungur að rétti dagsins. Mæli með þessu!

Engin ummæli: