fimmtudagur, 6. mars 2008

Fyrrum leiksvæði krakkanna í hverfinu


Blokkir við Mýrarveg, originally uploaded by Guðný Pálína.

Ég fór með vasamyndavél í göngutúr um daginn. Birtan var svolítið erfið, það var að byrja að skyggja og fæstar myndirnar urðu í fókus. Það var eins og vélin réði ekki almennilega við þessi skilyrði. Held samt að þessi mynd sé svona nokkurn veginn í fókus...

En sem sagt, á þessu svæði lékum við okkur oft sem börn, vinsælt var að renna sér á snjóþotum og jafnvel fara á skauta þegar mýrina fraus á vetrum. Ég er samt alveg sérlega "minnislaus" þegar kemur að ýmsum æskuminningum og ég er viss um að hún systir mín man þetta miklu betur en ég. Hvað var t.d. brekkan kölluð þar sem við renndum okkur mest?

P.S. Það var ekki mikil hrifning meðal nágrannanna þegar ákveðið var að byggja þessar blokkir á sínum tíma en ég hef a.m.k. heyrt að íbúarnir séu mjög ánægðir. Reyndar vantar fjórðu blokkina á þessa mynd, hún er nyrst, græn á litinn.

Engin ummæli: