Á meðan strákarnir horfðu á myndina stóð ég í hálfgerðum stórræðum. Á tíu mínútum bókaði ég flug fyrir mömmu til Noregs (í fermingu Sigurðar sonar Önnu systur 3. maí) og flug fyrir tengdaforeldra mína hingað norður um páskana. Áður hafði ég bókað flug fyrir sjálfa mig til Oslóar. Svo er bara að vona að ég hafi gert allt rétt ;-) Nú er ég búin að tékka á því, allt saman rétt!
Kona sem ég þekki lenti í því um daginn að dóttir hennar var að panta fyrir hana flug suður og snéri óvart við flugleiðinni, þ.e. pantaði flug frá Reykjavík til Akureyrar en ekki öfugt. Þegar blessuð konan mætti í flugstöðina skildi hún ekkert í því hvað fáir voru að fara í flug en ætlaði samt ekki að trúa því að engin flugvél væri að fara suður á þessum tíma. Því miður var allt upppantað í næstu vél svo ekki komst hún til Reykjavíkur þann daginn. Þannig fór um sjóferð þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli