mánudagur, 24. mars 2008

Smá sjálfsvorkunn í gangi

Mér er ekki að batna jafn hratt í bakinu og ég sjálf hefði helst viljað - og ég viðurkenni að ég er orðin svolítið leið á þessu ástandi. Skrýtið annars hvað frídagar geta verið misjafnir. Það er eins og ég fái ekki notið þess á sama hátt að vera í jóla- og páskafríi eins og sumarfríi. Um jól og páska er ég einhvern veginn bara að bíða eftir því að fara að vinna aftur og geri lítið af viti en á sumrin nýt ég þess miklu betur að vera í fríi. Hvernig skyldi standa á þessu?

Engin ummæli: