mánudagur, 3. mars 2008
Fyndið
hvað maður verður háður þeim tækjum og tólum sem maður hefur í krinum sig. Heimatölvan mín var orðin eitthvað leiðinleg og Valur fór með hana í viðgerð fyrir sléttri viku síðan. Fyrstu dagana saknaði ég tölvunnar svo sem ekkert ógurlega en svo fann ég hvað ég nota hana í raun mikið. Kíki t.d. á póstinn minn á hverjum degi, blogga og les blogg, set myndir inn á tölvuna sem ég hef tekið og vinn í bókhaldinu. Og nú finnst mér orðið tímabært að fara að fá tölvuna MÍNA aftur. Ég kemst auðvitað í tölvu í vinnunni og heima kemst ég í tölvurnar þeirra Vals og Andra - en það er bara ekki það sama...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli