mánudagur, 17. mars 2008
Páskaveður
Já, þessa dagana er sannkallað páskaveður hér í höfuðstað Norðurlands og ekki annað hægt en vera glaður með það. Ég afrekaði meira að segja að fara á skíði bæði laugardag og sunnudag og það er sannkölluð vítamínsprauta að vera í Fjallinu og finna sólina ylja sér í framan. Í gær gleymdi ég að fara í ullarsokka og fann áþreifanlega það sem mig grunaði áður, að skíðaskórnir mínir eru alltof stórir. Ég rann til ofan í þeim og fylltist óöryggi á skíðunum. Valur var að horfa á mig skíða og fór að spá í að líklega væri ég á of löngum skíðum og þungum, þannig að við skelltum okkur til Vidda í Skíðaþjónustunni og skoðuðum ný skíði og skó. Því miður voru ekki til neinir passlegir skór (ég verð bara að vera í þykkum sokkum og troða bómull í tána...) en skíði fékk ég. Nú verður spennandi að prófa nýju skíðin í næstu ferð í Fjallið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli