Herra Halur og frú tóku daginn nokkuð snemma og skelltu sér í fjallið. Átti Halur vart til orð, svo mikil breyting fannst honum hafa orðið á skíðastíl frúarinnar á nýju skíðunum. Í gleðivímu var ákveðið að prófa eina ferð upp í Strýtu en þangað hafði frúin ekki komið í ca 20 ár. Ekki vildi þó betur til en svo að þegar hún var að fara úr lyftunni fataðist henni flugið og datt á rassinn. Við þetta litla fall fékk hún hnykk á bakið og því fékk skíðaferðin fremur snöggan endi. Á sama tíma var reyndar að verða ólíft í brekkunum fyrir fólki svo það var eiginlega sjálfhætt. En hér má sjá Hal og frú í skíða"gírnum".
Annars eru tengdaforeldrarnir að koma í heimsókn og verða hjá okkur yfir páskana og það er gaman að því. Ég var að baka speltbrauð í fyrsta sinn og ilminn leggur um húsið. Vonandi bragðast það jafn vel!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli