Við vorum komnar uppeftir um tíuleytið en svo tók smá tíma að klæða sig í skóna og Hafdís þurfti að standa heillengi í biðröð til að kaupa kort. Það er svo heppilegt að ég er með árskort (sem Valur keypti handa mér) og þá þarf maður ekki að vesenast í því að kaupa aðgang í hvert sinn sem maður ætlar á skíði. Það verður mun fýsilegra að skreppa uppeftir í einn til tvo tíma þegar maður er laus við biðröðina fyrir frman sölubásinn.
Fyrst fannst mér nú voða skrítið að vera á nýjum skíðum en eftir nokkar ferðir hafði ég vanist þeim og er ekki frá því að þau séu töluvert mikið betri en þau gömlu. Spurning hvort ég fari ekki bara bráðum að hætta mér upp í Strýtu...
Tíminn var fljótur að líða í glampandi sólskini og besta færi sem hægt er að hugsa sér og um eittleytið þurftum við að halda heim á leið svo ég gæti undirbúið mig fyrir vinnuna. Var líka orðin glorhungruð eftir alla útiveruna. Sit svo hér í vinnunni og verkjar í fæturnar eftir skíðin - en það er nú allt í lagi :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli